Fleiri fréttir

Umfjöllun: Valsmenn unnu Íslandsmeistaraefnið

Valsmenn byrja Íslandsmótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í kvöld, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum af öllum helstu spámönnum landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins.

Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna

Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann.

Umfjöllun: Tryggvi stal senunni

Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar.

Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi

Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár.

Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar

ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær.

FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu

FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

Leikur Vals og FH fer fram í kvöld

Það er búið að ákveða það endanlega að leikur Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld fer fram og hefst klukkan 19.15. Mikil snjókoma síðustu daga hafði skapað óvissuástand um hvort leikurinn yrði hreinlega leikfær í kvöld en Valsmenn hafa séð til þess að Vodafone-völlurinn er klár.

Ekki hægt að komast frá Eyjum eftir leik á morgun

Þeir stuðningsmenn Fram sem hafa hug á því að fara til Vestmannaeyja á morgun og fylgjast með sínu liði spila gegn ÍBV í Pepsi-deildinni verða að gera sér að góðu að gista í Eyjum ef þeir fara á leikinn.

Búið að fresta leik Víkings og Þórs

Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu er heldur betur að setja sitt mark á Pepsi-deild karla því búið er að fresta öðrum leik í fyrstu umferð mótsins.

Leik Breiðabliks og KR verður líklega frestað

Það verður líklega ekkert af því að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist á tilsettum tíma í kvöld. KSÍ mun funda um málið fljótlega og taka ákvörðun í kjölfarið.

Fram samdi við Bretana

Pepsi-deildarlið Fram tilkynnti í dag að það hefði samið við Bretana Allan Lowing og Mark Redshaw út þessa leiktíð.

Þórsurum er spáð neðsta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Við ætlum að skemmta okkur og ná í fullt af stigum. Það er mjög eðlilegt að liðum sem koma upp sé spáð falli – nema að einhverjar stórkostlegar breytingar hafi átt sér stað. Að mínu mati erum við sterkari en í fyrra og við höfum fengið til okkar sterka leikmenn á borð við Gunnar Már Guðmundsson,“ sagði Páll Gíslason þjálfari nýliða Þórs í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Víkingum er spáð ellefta sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Þetta er spá þeirra sem standa fyrir utan liðið en alls ekki okkar spá, við ætlum ekki að láta hana rætast,“ sagði Andri Marteinsson þjálfari Víkings í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Víkingum er spáð falli af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en liðið endar í 11. sæti af alls 12 liðum ef spáin gengur upp.

Stjörnunni er spáð níunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Oft hefur okkur verið spáð falli en okkur hefur tekist að afsanna það. Það verður vonandi einnig í ár að við forðumst fallið og verjum sæti okkar í deildinni,“ sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Hundrað ára sögu Íslandsmótsins gerð skil

Hundraðasta Íslandsmótið í knattspyrnu fer senn í hönd. Gefin hefur verið út saga Íslandsmótsins og hélt KKÍ hóf í tilefni af því nú síðdegis. Þar var öllum elstu núlifandi Íslandsmeisturum afhent eintak af bókinni.

Fylki er spáð áttunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Miðað við gengið í fyrra þá er spáin um áttunda sætið raunhæf en miðað við gengið í vor hjá okkur þá er þetta kannski ekki alveg það sem maður myndi halda,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Fylki er spáð 8. sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. „Ég tel að leikmannahópurinn sé mun breiðari en í fyrra,“ bætti Ólafur við en hann telur að FH, KR og Valur séu líklegust til afreka í sumar.

Keflavík er spáð sjöunda sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

„Við erum ekkert síður sterkari en í fyrra, við erum með öðruvísi lið. Það eru að koma inn yngri leikmenn í okkar lið og við erum að fara í gegnum umbreytingar og byggja upp nýtt lið. Það er mikil áskorun fyrir mig og alla sem koma að fótboltanum í Keflavík,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Fram er spáð sjötta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Hópurinn okkar hefur þroskast í vetur en það verður spennandi fyrir okkur að sjá. Ég þekki Arnar Gunnlaugsson afar vel en ég hefði viljað fá hann aðeins yngri, en Arnar er góður drengur og þokkalegur í fótbolta,“ sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram m.a. í Keflavíkur í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Valsmönnum er spáð fimmta sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það er bara eðlilegt að þeim liðum sem gekk vel í fyrra sé spáð góðu gengi. Ef maður lítur yfir leikmannahópana hjá hverju liði fyrir sig þá lítur leikmannahópur FH hrikalega vel út. Þeir geta stillt upp nánast tveimur jafnsterkum liðum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Val m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Leikur Fylkis og Grindavíkur fer fram í Kórnum

Nýr kafli verður skrifaður í íslenska knattspyrnusögu á mánudaginn þegar leikur í efstu deild karla fer í fyrsta skipti fram innan dyra. KSÍ hefur ákveðið að færa leik Fylkis og Grindavíkur inn í knatthúsið Kórinn í Kópavogi.

Meistaraliðinu er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Ég geri ráð fyrir að þær forsendur sem liggja að baki þessari spá sé undirbúningstímabilið og hvernig hin liðin eru að spila. Ég veit ekki hvort þetta sé raunhæf spá eða ekki – en spár eru skemmtilegar og þær gefa vísbendingar,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks sem er spáð fjórða sætinu í Pepsi-deild karla af sérfræðingum Stöðvar 2 sport. Rætt var við Ólaf í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var í gær og er umfjöllunin um liðið í heild sinni í myndbandinu.

Eyjamönnum er spáð þriðja sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur var spáð 10. sætinu í fyrra en markmiðið er að gera betur, það er markmiðið í öllu námi og allri þjálfun,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn. Eyjamönnum er spáð þriðja sætinu af sérfræðingum Stöðvar 2 sport en í myndbandinu má sjá hluta úr upphitunarþætti um Pepsi-deildarinnar frá því í gærkvöld þar sem fjallað var um ÍBV liðið.

KR-ingum er spáð öðru sæti í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Okkur hefur gengið mjög vel á undirbúningstímabilinu og ef menn eru að dæma út frá því þá er það kannski raunhæft að KR sé spáð öðru sætinu.KR er gamalreyndur klúbbur með flesta titla, og við eigum bara að setja stefnuna hátt, “ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deildinni - umfjöllun frá Stöð 2 sport

"Það hefur verið markmið FH síðustu ár að keppa um þessa titla sem eru í boði þannig að það hlýtur að vera raunhæft að okkur sé spáð titlinum. Ef ég ætti að segja að eitthvað annað lið en FH verði Íslandsmeistarar þá held ég að ég ætti að snúa mér að einhverju öðru starfi,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH m.a. í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport í gær um Pepsi-deildina í knattspyrnu sem hefst á sunnudaginn.

Hallbera skaut Valskonum í úrslitaleikinn

Hallbera Guðný Gísladóttir tryggði Val 2-1 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna á gervigrasinu á Hlíðarenda í kvöld en Valsliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Valur hefur titil að verja eftir að hafa unnið Fylki í úrslitaleiknum í fyrra.

Þórir: Alltaf til varaplön

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, er bjartsýnn á að allir leikir í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla geti farið fram á réttum tíma.

Páll Viðar: Myndi líka spá okkur falli

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir eðlilegt að sínum mönnum hafi verið spáð falli úr Pepsi-deild karla á árlegum kynningarfundi deildarinnar í dag.

FH og Valur verða Íslandsmeistarar í sumar

FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta og Valskonum er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í deildinni en þetta kom fram á kynningarfundi Pepsi-deilda karla og kvenna sem fór fram í Háskólabíói í dag. Nýliðum Víkings og Þór Akureyri er spáð falli hjá körlunum en Grindavík og Þróttur munu falla hjá konunum.

Stjarnan fær danskan varnarmann

Pepsi-deildarlið Stjörnunnar hefur fengið liðsstyrk því danski varnarmaðurinn Nikolaj Hagelskjær hefur samið við Garðbæinga út júní. Frá þessu er greint á danska vefnum bold.dk.

Valur vann báða titlana í vetur

Valsmenn urðu í gær Lengjubikarmeistari í knattspyrnu eftir sigur á Fylki, 3-1, í framlengdum úrslitaleik. Valur varð einnig Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur og vann því báða titlana á undirbúningstímabilinu.

KSÍ vill ekkert gefa upp

Páskahretið stóð undir nafni þetta árið þó svo að páskarnir hafi verið eins seint á árinu og mögulegt er. Kuldi og mikil bleyta hafa verið einkennandi fyrir veðurfarið síðustu vikurnar sem eru slæm tíðindi fyrir knattspyrnuvelli landsins og sérstaklega þá sem á að nota í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla dagana 1. og 2. maí.

Arnar Sveinn: Vorum heppnir að hanga inni í leiknum

„Þetta var frábær sigur en við vorum heppnir að hanga hreinlega inni í leiknum í fyrri hálfleik. Við erum alvöru lið og sættum okkur ekki við að vera undir. Við efldumst eftir því sem að leið á leikinn og áttum sigurinn skilinn,“ sagði Arnar Sveinn Geirsson eftir að Valur varð Lengjubikarmeistari karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Fylki í framlengdum leik.

Ólafur Þórðar: Skandall hjá dómaranum

„Það var klaufalegt að fá víti á okkur og hleypa þeim inn í leikinn. Við köstuðum þessu frá okkur,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis eftir tap liðsins gegn Val í úrslitum Lengjubikarsins, 3-1, í Kórnum í kvöld eftir framlengdan leik.

Valur Lengjubikarmeistari

Valur varð Lengjubikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum úrslitaleik, 3-1, sem fór fram í Kórnum í Kópavogi. Valur varð Reykjavíkurmeistari fyrr í vetur.

Þórshrekkurinn kominn á 101greatgoals

Svo virðist sem að Þórsarar hafi tekið að sér að vera andlit íslenskrar knattspyrnu á heimsvísu í ár, rétt eins og Stjarnan gerði á síðasta sumri.

Gunnar Már spilar með Þór í sumar

Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður FH, hefur verið lánaður til Þórs næsta hálfa árið og mun hann því spila með nýliðunum í Pepsi-deild karla í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir