Fleiri fréttir

Rúnar: Ég veit hvar við erum staddir

Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í fótbolta í gær en KR tapaði þá 0-1 fyrir Fylki í undanúrslitaleik liðanna á Fylkisvellinum.

Víkingar fá finnskan miðjumann að láni frá Örebro

Nýliðar Víkings í Pepsi-deild karla hafa styrkt liðið sitt fyrir átökin sem hefjast eftir rúma viku. Víkingar náðu í morgun samkomulagi við sænska liðið Örebro um að fá finnska miðjumanninn Denis Abdulahi að láni. Þetta kemur fram á víkingur.net.

Elfar, Arnór og Haukur framlengja við Blika

Þrír sterkir leikmenn Breiðabliks hafa gert nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Þetta eru þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason og Haukur Baldvinsson. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld.

Fylkir lagði KR og komst í úrslit

Fylkir komst í kvöld í úrslit Lengjubikarsins í knattspyrnu með sigri á KR, 1-0, en leikið var í skítakulda á Fylkisvellinum.

Stórkostlegur hrekkur hjá Þórsurum

Það er augljóslega fín stemning í herbúðum nýliða Þórs í Pepsi-deild karla. Liðið var á dögunum í æfingaferð í Portúgal og skemmtu leikmenn sér konunglega.

Fáum vonandi sóknarmann á næstu dögum

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segist vera vongóður um að liðið bæti við sig framherja áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst um næstu mánaðamót og vonandi strax í þessari viku.

Vona að Íslendingar fjölmenni

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta skipti í sumar. Mótið fer fram í Danmörku og er stærsta mót sem Danir hafa haldið. Þar á bæ vonast menn til að Íslendingar fjölmenni.

Í hópi fjögurra bestu landsliða í Evrópu

U-17 landslið kvenna í knattspyrnu sneri aftur heim til Íslands í gær eftir frækna för til Póllands. Þar sigraði Ísland í sínum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni í Sviss í sumar. Aðeins fjögur lið taka þátt í henni og er árangur liðsins því stórglæsilegur.

KSÍ vill frekar fresta en fara með leiki inn í hús

Veðurfarið á Íslandi síðustu daga er líklega ekki til þess að létta lund mótastjóra KSÍ. Það eru um tvær vikur í að Pepsi-deildin eigi að hefjast og enn snjóar reglulega og margir vellir eiga talsvert í land með að vera tilbúnir fyrir átökin.

Bikarmeistararnir þurfa líka að byrja í fyrstu umferð

Það lið sem tryggir sér bikarmeistaratitilinn í fótboltanum í sumar fær ekki lengur farseðil í aðra umferðina í forkeppni Evrópudeildarinnar eins og áður. UEFA hefur ákveðið að breyta listanum sem segir á hvaða stigi keppninnar félög hefja leik í Evrópudeildinni fyrir keppnistímabilin 2012-2015. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Stelpurnar okkar spila fyrstu þrjá leikina á heimavelli

Nú er leikjadagskrá íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta endanlega orðin ljós en stelpurnar spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 á móti Búlgaríu á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 19. maí. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

KR í undanúrslit Lengjubikarsins

KR vann í dag sinn sjötta sigur í jafn mörgum leikjum í Lengjubikar karla og er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. KR er í efsta sæti 1. riðils með átján stig.

Lúðvík: Hannes er ákveðin fjárfesting

Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, segir að FH hafi náð mjög góðum samningi við Hannes Sigurðsson en hann mun ekki hverfa á braut fyrir mót líkt og raunin varð með Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Heimir: Væntum mikils af Hannesi

"Það er enginn spurning að Hannes kemur til með að styrkja FH-liðið. Hann hefur æft tölvuvert með okkur í vetur þannig að við vitum alveg hvað við erum að fá. Við væntum mikils af honum enda öflugur leikmaður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, um nýjasta liðsstyrkinn en Hannes Þ. Sigurðsson skrifaði undir samning við FH í dag.

Hannes: Gríðarlegur léttir

Framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við uppeldisfélag sitt FH. Samningur Hannesar við félagið gildir út sumarið.

Hannes semur við FH í dag

Hannes Þ. Sigurðsson mun semja við bikarmeistara FH í dag samkvæmt heimildum Vísis en hann hefur æft með liðinu í vetur.

Meistaraleikur KSÍ fer fram 16. apríl

Hin árlegi leikur Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils í Meistarakeppni KSÍ fer fram í Kórnum þann 16. apríl næstkomandi.

A-landslið karla: Leikið við Ungverja í ágúst

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nánast frágengið að Ísland muni spila vináttulandsleik við Ungverja hinn 10. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram ytra en það hefur tíðkast undanfarin ár að landsliðið spili á Laugardalsvelli í ágústmánuði.

KR samdi ekki við danska miðvörðinn

Mikkel Christoffersen, sem var til reynslu hjá KR í síðustu viku, er aftur haldinn af landi brott. Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi.

FH valtaði yfir BÍ/Bolungarvík

BÍ/Bolungarvík var enginn fyrirstaða fyrir FH í Lengjubikarnum í dag en Fimleikafélagið rúllaði yfir Ísfirðingana 5-1 á Ásvöllum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik, en fyrirliðið FH-inga, Matthías Vilhjálmsson skoraði næstu tvö mörk FH og eftir það opnuðust allar flóðgáttir.

Guðjón sá eini sem hefur náð í stig í mars

Það eru liðin tæp ellefu ár síðan að íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði síðast í stig í marsmánuði í undankeppni EM eða HM. Liðið leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag og reynir þar að ná í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Ívar og Halldór Kristinn fengu tveggja leikja bann

Framarinn Ívar Björnsson og Halldór Kristinn Halldórsson, leikmaður Vals, voru í dag úrskurðaðir í tveggja leikja bann vegna brottvísun þeirra í leik liðanna í Lengjubikarnum í síðustu viku.

Hinn spjaldaglaði Sigurhjörtur spjaldalaus í gær

Knattspyrnudómarinn Sigurhjörtur Snorrason komst í fréttirnar fyrir viku þegar hann gaf sjö rauð spjöld í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum en það var allt annað upp á tengingnum í Egilshöllinni í gærkvöldi.

Ellert B. Schram heiðraður á þingi UEFA í gær

Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ, var heiðraður á 35. ársþingi UEFA fyrir áralöng farsæl störf hans í þágu knattspyrnunnar en þingið fór fram í París í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Helgi Valur kallaður til Kýpur

Helgi Valur Daníelsson er farinn til Kýpur til að taka þátt í landsleik Íslendinga og Kýpurmanna í undankeppni EM sem fer fram á laugardaginn.

Fótbolti.net: Leikmaður Fram réðst á leikmann Vals á skemmtistað

Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolta.net, skrifar í dag pistil inn á síðuna um lætin í leik Fram og Vals í Lengjubikarnum á föstudaginn þar sem Sigurhjörtur Snorrason, lítt reyndur dómari, þurfti að lyfta sjö rauðum spjöldum áður en yfir lauk.

Grétar Rafn spilar ekki gegn Kýpur

Íslenska landsliðið í knattspyrnu varð fyrir áfalli í dag þegar Grétar Rafn Steinsson varð að draga sig úr leikmannahópnum sem mætir Kýpur.

Sjö rauð spjöld í leik Vals og Fram

Það var heldur betur heitt í kolunum í Egilshöllinni í gærkvöld þegar Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Lengjubikarnum. Það var tekist svo fast á að rauða spjaldinu var lyft sjö sinnum.

Gary Martin framlengir við ÍA

Framherjinn sterki, Gary Martin, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan samning við 1. deildarlið ÍA sem gildir út leíktíðina 2012.

Stelpurnar okkar 99 sætum ofar en strákarnir á heimslistanum

Íslenska kvennalandsliðið er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun og hefur aldrei verið hærra á listanum. Stelpurnar okkar fara þó aðeins upp um eitt sæti þrátt fyrir frábæran árangur liðsins í Algarve-bikarnum þar sem liðið náði öðru sætinu.

Sjá næstu 50 fréttir