Fleiri fréttir

Sögðu ekki „til hamingju“ við Valgeir heldur „takk“

„Þetta var allt annað en að vinna með Val á einhverju skíta-covidtímabili. Þetta var geggjað,“ segir Valgeir Lunddal Friðriksson, laufléttur í bragði, eftir að hafa orðið Svíþjóðarmeistari með Häcken um helgina.

„Góð úrslit sem gefa okkur meira sjálfstraust“

Mohamed Salah skoraði fyrri mark Liverpool er liðið vann 2-0 sigur gegn Napoli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að hrifsa toppsætið af ítalska liðinu segir Egyptinn að sigurinn skipti liðið miklu máli.

Endurkomusigur tryggði Tottenham sæti í 16-liða úrslitum

Tottenham snéri taflinu við er liðið heimsótti Marseille í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa lent undir seint í fyrri hálfleik snéru liðsmenn Tottenham leiknum sér í hag og unnu að lokum sterkan 1-2 sigur.

Liverpool hafði betur en Napoli heldur efsta sætinu

Liverpool þurfti fjögurra marka sigur gegn Napoli til að ná efsta sætinu af ítalska liðinu í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð hins vegar aðeins 2-0 sigur heimamanna og Napoli heldur því efsta sætinu. 

Porto hirti toppsætið og Leverkusen rændi Evrópudeildarsætinu

Porto vann sterkan 2-1 sigur er liðið tók á móti Atlético Madrid í lokaumferð B-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Á sama tíma gerðu Bayer Leverkusen og Club Brugge markalaust jafntefli, en þau úrslit þýða að Porto endar í efsta sæti riðilsins og Atlético Madrid í því neðsta.

Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið

Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu.

Sektað vegna ráðningar Rooney

Bandaríska knattspyrnufélaginu D.C. United hefur verið refsað í tengslum við ráðninguna á Wayne Rooney sem aðalþjálfara liðsins.

Halland drukknar í vinsældum Haalands

Erling Haaland er orðinn að svo mikilli stjörnu að það hefur skapað viss vandræði fyrir ferðamálayfirvöld í sænska héraðinu Halland.

Arnór tekur slaginn með uppeldisfélaginu

Arnór Smárason verður með ÍA í baráttunni næsta sumar um að endurheimta sætið í Bestu deildinni í fótbolta. Hann mun því 34 ára gamall spila í fyrsta sinn fyrir meistaraflokk uppeldisfélags síns.

Velska landsliðið vill skipta um nafn

Wales verður meðal þeirra 32 þjóða sem keppa um heimsmeistaratitilinn í fótbolta í Katar seinna í þessum mánuði. Það gæti aftur á móti verið nafnabreyting á leiðinni á velska landsliðinu.

Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum

Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir.

Segir bar­áttu­andann enn til staðar og fór svo að tala um launa­seðilinn sinn

„Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu.

Ekkert vesen á meisturum Rosengård

Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Bakslag hjá Pogba sem missir af HM

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var í kapphlaupi við tímann um að ná HM í fótbolta sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi. Nú er ljóst að hann hefur tapað kapphlaupinu og getur ekki hjálpað þjóð sinni að verja titilinn sem vannst sumarið 2018 í Rússlandi.

María aftur með eftir versta símtal ævinnar

María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar.

Guðmundur yfir í Garðabæinn

Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Meistararnir semja við tvo leikmenn

Breiðablik hefur fengið Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA. Alex skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og Eyþór tveggja ára.

Íslandsóvinurinn dæmir hjá Real Madrid

Franski dómarinn Stéphanie Frappart er greinilega í meiri metum hjá dómaranefnd UEFA en Íslendingum því henni hefur verið úthlutað stórum leik í Meistaradeild Evrópu.

Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum

Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði.

Sjá næstu 50 fréttir