Fleiri fréttir

„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verk­efni en fót­bolta­verslun“

Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi.

Dag­ný skoraði en Skytturnar höfðu betur

Dagný Brynjarsdóttir getur ekki hætt að skora um þessar mundir en því miður dugði það ekki til sigurs í kvöld þar sem West Ham United mátti þola tap gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nel­son eftir stór­sigurinn á For­est

Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum.

Real á toppinn þrátt fyrir að mis­stíga sig

Spánarmeistarar Real Madríd náðu toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á nýjan leik með 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Girona. Þó lærisveinar Carlo Ancelotti hafi komist á topp deildarinnar verður að segjast að liðið hafi stigið á bananahýði í dag.

Man United á­fram með fullt hús stiga

Manchester United er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Það sem meira er þá á liðið enn eftir að fá á sig mark. Arsenal getur jafnað Man Utd að stigum með sigri á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United síðar í dag.

Mikael og félagar stálu sigrinum í Íslendingaslag

Mikael Anderson og félagar hans í AGF unnu dramatískan 0-1 útisigur er liðið heimsótti Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótaríma og Lyngby er enn án sigurs eftir 15 umferðir.

Ingibjörg og Svava skiptu stigunum á milli sín í lokaumferðinni

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag, en úrslit hennar voru nú þegar ráðin. Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur hennar í Brann tryggðu sér titilinn í seinustu umferð, en þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Ingibjörgu Sigurðardóttur og liðsfélögum hennar í Vålerenga í dag.

„Enginn veit hvað hefði gerst hefði Er­ling spilað“

Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Leicester City í dag. Kevin De Bruyne steig upp í fjarveru Erling Braut Håland en framherjinn var fjarri góðu gamni í dag. Pep sagði að enginn geti spáð fyrir um hvernig leikurinn hefði spilast hefði Norðmaðurinn verið með.

Segja Jón Guðna vera á leið í Víking

Í lokaþætti Stúkunnar – þar sem lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta var gerð upp – var opinberað að Jón Guðni Fjóluson sé á leið til bikarmeistara Víkings.

Lewandowski skaut Barcelona á toppinn

Robert Lewandowski skaut Barcelona á topp La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, með marki í uppbótartíma gegn Valencia. Fyrr í leiknum hafði mark verið dæmt af Valencia.

Leeds lagði Liver­pool á Anfi­eld

Leeds United gerði sér lítið fyrir og vann Liverpool á Anfield í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-1 gestunum frá Leeds í vil.

Höskuldur: Viljum vera sigursælir í langan tíma

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum kampakátur eftir að flautað hafði verið til leiksloka í lokaleik liðsins í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.

„Við erum að stækka sem félag“

„Þetta er bara ótrúlega góð tilfinning. Við erum gríðarlega ánægðir og stoltir í dag,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA ánægður eftir 2-0 sigur á Valsmönnum á KA vellinum í dag. Sigurinn gulltryggði KA annað sæti deildarinnar. 

Bentancur hetja Tottenham í ótrúlegum endurkomusigri

Rodrigo Bentancur reyndist hetja Tottenham er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 2-3, en heimamenn höfðu náð tveggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik.

Bayern lyfti sér á toppinn með stórsigri

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann öruggan 6-2 sigur gegn Mainz í dag.

De Bruyne skaut Englandsmeisturunum á toppinn

Englandsmeistarar Manchester City tylltu sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri gegn Leicester í dag. Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins og það var af dýrari gerðinni.

Frá í tvo mánuði eftir stunguárásina

Pabló Marí, lánsmaður Arsenal hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza, verður frá í tvo mánuði eftir að hafa verið stunginn í hnífaárás í verslunarmiðstöð í Assago, rétt fyrir utan Mílanó, í vikunni.

Segir að United sé loksins að nálgast sitt besta á ný

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, segir að nágrannar sínir í Manchester United séu loksins að nálgast sitt besta á ný og að liðið geti bráðlega farið að berjast á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir