Fleiri fréttir

Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool

Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna.

Umfjöllun: Valur - Selfoss 1-1 | Valur gerði jafntefli áður en bikarinn fór á loft

Valur og Selfoss skildu jöfn 1-1 þegar liðin mættust í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í dag. Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aftureldingu í síðustu umferð deildarinnar og því eingöngu spurning um að klára mótið með glæsibrag áður en bikarinn færi á loft. Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari á nýlokinni leiktíð.

Tíu leikmenn Frankfurt fyrstir til að vinna toppliðið | Dortmund missti af toppsætinu

Frankfurt varð í dag fyrsta liðið á tímabilinu til að leggja Union Berlin að velli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið vann 2-0 sigur, þrátt fyrir að vera manni færri seinustu tuttugu mínútur leiksins. Þá mátti Borussia Dortmund þola 3-2 tap gegn Köln, en sigur hefði lyft liðinu upp fyrir Union Berlin í toppsæti deildarinnar.

„Mér fannst við vera betra liðið frá fyrstu sekúndu leiksins“

Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, var eðlilega kátur eftir 3-1 sigur liðsins gegn erkifjendum sínum í tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Xhaka skoraði þriðja mark Arsenal í dag og segir liðið hafa verið með yfirburði á vellinum frá upphafi til enda.

Slegist um Evrópusæti og markadrottningatitilinn í lokaumferðinni

Lokaumferð Bestu-deildar kvenna verður öll leikin á sama tíma klukkan 14 í dag þegar fimm leikir fara fram. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er ráðinn og ljóst er hvaða lið falla úr deildinni, en þó er enn ýmislegt óráðið fyrir lokaleiki deildarinnar.

„Erum ekki að fara að mæta Haaland, við erum að fara að mæta Machester City“

Erki ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fulla trú á því að sínir menn geti sigrað Englandsmeistara Manchester City er liðin mætast í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann segir einnig að liðið ætli ekki að einbeita sér eingöngu að því að stöðva norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

Hefur eytt 130 milljónum í hinar ýmsu lausnir til að bæta leik sinn

Brasilíumaðurinn Emerson Royal, hinn skrautlegi bakvörður Tottenham, hefur á undanförnum mánuðum eytt tæpum 130 milljónum króna í hinar ýmsu lausnir til að bæta sig sem knattspyrnumaður. Hann hefur meðal annars ráðið njósnara til að fylgjast með Achraf Hakimi, bakverði PSG.

Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna

Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra.

Kristian tryggði Jong Ajax stig með frábæru marki: Myndband

Kristian Nökkvi Hlynsson reyndist hetja Jong Ajax er liðið heimsótti Zwolle í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian jafnaði metin í 1-1 þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en markið var af dýrari gerðinni.

Bayern komst aftur á sigurbraut en vandræði Leverkusen halda áfram

Eftir fjóra deildarleiki í röð án sigurs komust þýsku meistararnir í Bayern München loksins aftur á sigurbraut er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Bayer Leverkusen í kvöld. Vandræði gestanna halda þó enn áfram og liðið situr í fallsæti eftir fyrstu átta umferðirnar.

Eigendur PSG sagðir ætla að kaupa Espanyol til að skaða Barcelona

Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, er sagður hafa fyrirskipað Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, að festa kaup á spænska fótboltaliðinu Espanyol. Með þessu ætli Katarar að gera Barcelona skráveifu en köldu hefur andað á milli PSG og Barca síðustu misseri.

Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram

Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

„Rokk og ról á laugardaginn“

Þrátt fyrir langan feril, bæði sem leikmaður og þjálfari, hefur Eiður Smári Guðjohnsen ekki tekið þátt í bikarúrslitleik hér á landi. En það breytist á morgun þegar hann stýrir FH í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn Víkingi.

Milliríkjadeila vegna fótboltatreyju

Marokkósk yfirvöld hafa krafist þess að þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas taki nýja treyju landsliðs Alsír úr umferð. Þau saka Alsíringa um að tileinka sér marokkóskan menningararf.

Aldrei annað staðið til en að Vanda veiti verðlaunin

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, mun ekki geta heilsað upp á leikmenn Víkings og FH fyrir bikarúrslitaleikinn á Laugardalsvelli á morgun, eins og hefð er fyrir. Hún verður á Hlíðarenda þegar leikurinn hefst.

Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro

Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu.

Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika

Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris.

„Galið að við þurfum alltaf að falla í skuggann“

Stjörnukonan Jasmín Erla Ingadóttir gæti á morgun upplifað tvo stóra drauma ef Stjörnunni tekst að tryggja sér Evrópusæti og Jasmín tekst að tryggja sér markadrottningartitilinn í Bestu deildinni í fótbolta.

Alfreð rekinn frá Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum þjálfara karlaliðs félagsins eftir að hafa ákveðið að ljúka samstarfinu við Alfreð Elías Jóhannsson.

„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir