Fleiri fréttir

Pogba fær lögregluvernd á Ítalíu

Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba, sem er leikmaður Juventus á Ítalíu, fær nú vernd lögreglu þar í landi sökum meints fjárkúgunarmáls innan fjölskyldu hans.

Barcelona skilaði tæplega 14 milljarða gróða

Spænska knattspyrnuliðið Barcelona hefur tilkynnt um tæplega 100 milljón evra gróða á síðasta ári. Samkvæmt áætlunum verður gróðinn rúmlega tvöfalt meiri á næsta ári.

Segist ekki vera að spara sig fyrir HM

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

Kahn: Erum ekki að leita að nýjum þjálfara

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir framtíð Julians Nagelsmann í þjálfarastöðu karlaliðs félagsins vera örugga. Gengi liðsins hefur verið undir pari í upphafi tímabils.

For­maður KR svarar fyrir sig: Endur­speglast í slæmu gengi liðsins

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, hefur svarað fyrir þá gagnrýni sem stjórn KR hefur fengið á undanförnum sólarhring eftir tap liðsins gegn Selfossi á heimavelli. Páll kennir skort á sjálfboðaliðum um það sem misfórst þegar leikmaður KR varð fyrir meiðslum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Siggi Höskulds um 9-0 tapið í Víkinni: Þrusu gott fyrir okkur

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, telur að 9-0 skellurinn sem liðið fékk á móti Víkingi í Bestu-deildinni þann 7. september hafi verið góður fyrir Leikni, þar sem liðið sótti sex stig af sex mögulegum í næstu tveimur leikjum þar á eftir.

Hlín lék í sigri á Umeå

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Rooney tók meintan rasista af velli

Wayne Rooney, þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta, tók leikmann liðsins af velli í leik gegn Inter Miami í gær eftir að hann var sakaður um að hafa beitt andstæðing kynþáttaníði.

Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“

Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné.

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis

Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál.

Alfons ekki með Íslandi til Albaníu

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur misst út byrjunarliðsmann fyrir komandi landsleiki, gegn Venesúela á fimmtudaginn og gegn Albaníu í næstu viku.

Messi tryggði meisturunum sigur gegn Lyon

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins er frönsku meistararnir í Paris Saint-Germain unnu 0-1 útisigur gegn Lyon í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana

Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum.

Íslendingaliðin töpuðu stigum í toppbaráttunni

Íslendingaliðin Bodö/Glimt og Lilleström töpuðu bæði stigum í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Haugesund og Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lilleström máttu þola 3-1 tap gegn Rosenborg.

Sjá næstu 50 fréttir