Fleiri fréttir

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“

Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Danir verðlaunuðu ferðalanga með fríum bjór

Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Silkeborg eru ansi góðir gestgjafar að mati spænskra og enskra stuðningsmanna sem mætt hafa til Danmerkur vegna Evrópuleikja í fótbolta í vikunni.

Toney í enska landsliðinu í fyrsta sinn

Ivan Toney, framherji Brentford, er eini nýliðinn í enska landsliðshópnum sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í mánuðinum.

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Bensín á þjálfaraeldinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik.

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Bróðir Paul Pogba hnepptur í varðhald

Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Frakklandi og situr nú í varðhaldi vegna tilrauna til fjárkúgana gegn bróðir sínum.

Messi, Mbappe og Neymar skoruðu allir í sigri PSG

Framlína PSG var öll á skotskónum í sigri PSG á Maccabi Haifa á meðan Benfica gerði sér lítið fyrir og sigraði Juventus á útivelli. Napoli og Real Madrid unnu einnig sigra á sínum mótherjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum

Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Boehly stingur upp á Stjörnuleik að amerískri fyrirmynd

Todd Boehly, einn af nýjum eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, vill taka blaðsíðu úr bók amerískra íþrótta og setja á laggirnar Stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár fyrir neðri deildir landsins.

Klopp: Þetta er fyrsta skrefið

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir brösulegt gengi í upphafi tímabils segir hann sigurinn í kvöld vera skref í rétta átt.

„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“

„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 

Þýsku meistararnir kláruðu Börsunga í endurkomu Lewandowski

Markakóngurinn Robert Lewandowski snéri aftur til München í kvöld þegar Bayern tók á móti Barcelona í sankölluðum stórleik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tvö mörk snemma í síðari hálfleik skiluðu heimamönnum 2-0 sigri.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KR 2-1| Afturelding vann botnslaginn

Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu.

Sjá næstu 50 fréttir