Fleiri fréttir

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Bensín á þjálfaraeldinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skilur sáttur við Vestra en hann lætur af störfum hjá Ísafjarðarliðinu eftir lokaumferð Lengjudeildar karla á laugardaginn. Hann segir að tímabilið hafi hvatt sig áfram í að halda áfram í þjálfun.

Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik.

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið

Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Bróðir Paul Pogba hnepptur í varðhald

Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Frakklandi og situr nú í varðhaldi vegna tilrauna til fjárkúgana gegn bróðir sínum.

Messi, Mbappe og Neymar skoruðu allir í sigri PSG

Framlína PSG var öll á skotskónum í sigri PSG á Maccabi Haifa á meðan Benfica gerði sér lítið fyrir og sigraði Juventus á útivelli. Napoli og Real Madrid unnu einnig sigra á sínum mótherjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum

Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Boehly stingur upp á Stjörnuleik að amerískri fyrirmynd

Todd Boehly, einn af nýjum eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, vill taka blaðsíðu úr bók amerískra íþrótta og setja á laggirnar Stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár fyrir neðri deildir landsins.

Klopp: Þetta er fyrsta skrefið

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir brösulegt gengi í upphafi tímabils segir hann sigurinn í kvöld vera skref í rétta átt.

„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“

„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 

Þýsku meistararnir kláruðu Börsunga í endurkomu Lewandowski

Markakóngurinn Robert Lewandowski snéri aftur til München í kvöld þegar Bayern tók á móti Barcelona í sankölluðum stórleik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tvö mörk snemma í síðari hálfleik skiluðu heimamönnum 2-0 sigri.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KR 2-1| Afturelding vann botnslaginn

Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu.

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Berlusconi sagði Stroppa að stoppa

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og nú eigandi knattspyrnufélagsins Monza, var ekki lengi að missa þolinmæðina og rak Giovanni Stroppa úr starfi þjálfara liðsins, þó að tímabilið í ítölsku A-deildinni sé svo til nýhafið.

Müller ætlar að passa að gefa boltann ekki á Lewandowski

„Ég held að þetta verði góður leikur fyrir hinn almenna áhorfanda,“ segir Thomas Müller, leikmaður Bayern München um leik kvöldsins gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.

Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“

„Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu.

Sjá næstu 50 fréttir