Fleiri fréttir

Fylkir stefnir hraðbyri að sæti í efstu deild

Fylkir er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í efstu deild karla í fótbolta. Fylkismenn höfðu betur gegn Vestra með einu marki gegn engu í 16. umferð Lengjudeildarinnar í dag. 

Þrjú jafntefli í þremur leikjum í enska

Southampton og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan bæði Wolves og Fulham ásamt Brighton og Newcastle, gerðu markalaus jafntefli.

Brynjar Björn forðast fallsvæðið

Brynjar Björn Gunnarsson, knattspyrnustjóri Örgryte, stýrði liði sínu til mikilvægs 1-2 útisigurs í fallbaráttuslag gegn Dalkurd í næst efstu deild í Svíþjóð í dag.

Gerrard hafði betur gegn Lampard

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, er kominn með liðið sitt aftur á sigurbraut eftir að Villa tapaði gegn nýliðum Bournemouth í fyrstu umferð. Í dag hafði Gerrard og hans menn betur gegn lærisveinum Frank Lampard í Everton með 2-1 sigri.

Bréf frá Láru: Að losna úr viðjum matarfíknar

Lára Kristín Pedersen er þrefaldur Íslandsmeistari í fótbolta, tvöfaldur bikarmeistari, hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki í efstu deild, fyrir íslenska landsliðið og sem atvinnumaður erlendis. Allt meðfram því að glíma við matarfíkn. Í bókinni Veran í moldinni: Hugarheimur matarfíkils í leit að bata segir þessi 28 ára Mosfellingur frá baráttu sinni við þennan sjúkdóm sem er svo mörgum hulinn; leitinni að lausn, risum og föllum, skömminni sem er fylgifiskur fíknarinnar og leiðinni til bata.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-3| Valur í bikarúrslit eftir að hafa afgreitt Stjörnuna í fyrri hálfleik

Valur tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikars-kvenna með auðveldum 1-3 sigri á Stjörnunni. Heimakonur voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik og Valur gekk á lagið sem skilaði þremur mörkum og leikurinn gott sem búinn í hálfleik. Jasmín Erla skoraði sárabótamark en nær komst Stjarnan ekki. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Dönsku meistararnir fara illa af stað

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í danska meistaraliðinu FCK máttu þola 1-3 tap er liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var þriðja tap liðsins í upphafi tímabils.

Ungu varamennirnir snéru taflinu við fyrir Dortmund

Borussia Dortmund vann 1-3 endurkomusigur er liðið heimsótti Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það voru varamennirnir Jamie Bynoe-Gittens og Youssoufa Moukoko sem snéru taflinu við fyrir gestina.

FH styrkti stöðu sína á toppnum

FH-ingar styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu er liðið vann góðan 1-0 heimasigur gegn Augnabliki.

Utan vallar: Svart­nættið í Manchester

Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál.

Félag sem átti að verða eitt það besta í Evrópu leggur upp laupana

Rússneska liðið Anzhi Makhachkala átti að verða að einu stærsta liði Evrópu árið 2011 þegar óligarkinn Suleyman Kerimov pumpaði peningum í félagið sem raðaði inn stórstjörnum. Nú er félagið á barmi gjaldþrots og hefur ekki fengið keppnisréttindi í þriðju efstu deild í Rússlandi.

Man United ekki meðal efstu sex liða Eng­lands þegar kemur að eyðslu

Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu.

Fyrir­liði Þróttar frá næstu vikurnar

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hún varð fyrir í 3-0 sigri Þróttar Reykjavíkur á Selfossi í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.