Fleiri fréttir

Aron Einar framlengir í Katar

Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al Arabi í Katar. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2022/2023.

Barcelona reynir að ræna Rap­hinha af Chelsea

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona reynir hvað það getur til að fá Brasilíumanninn Raphinha í sínar raðir. Leikmaðurinn ku vera á leið frá Leeds United til Chelsea en Börsungar hafa ekki lagt árar í bát.

Eng­land gekk frá Sviss í síðari hálf­leik

England mætti Sviss í síðasta leik liðsins áður en Evrópumót kvenna í knattspyrnu hefst þann 6. júlí næstkomandi. Eftir markalausan fyrri hálfleik setti enska liðið í fimmta gír og skoraði fjögur mörk í síðari hálfleik, lokatölur 4-0 Englandi í vil.

Leikmaður Wolves lauk herskyldu

Hwang Hee-chan, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, nýtti sumarfríið sitt á annan hátt en flestir aðrir fótboltamenn. Hann lauk nefnilega herskyldu í heimalandinu, Suður-Kóreu.

Richarlison að ganga í raðir Tottenham

Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum.

„Liðið verður tilbúið fyrir EM, það er alveg klárt“

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var að vonum ánægð með sigur liðsins gegn Pólverjum í lokaleik Íslands fyrir Evrópumeistaramótið. Hún segir að liðið hafi fundið taktinn í síðari hálfleik og að það sé klárt að íslensku stelpurnar verði klárar fyrir EM.

„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“

Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM.

Toppliðin skildu jöfn og Víkingur upp í þriðja sæti

Þrír leikir voru á dagskrá í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. FH og Tindastóll skiptu stigunum á milli sín þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í toppslag deildarinnar, Víkingur R. lyfti sér upp í þriðja sætið með 0-2 sigri gegn Fjölni og Grindavík og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Lukaku genginn í raðir Inter á nýjan leik

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir Inter Milan á nýjan leik. Leikmaðurinn hefur verið lánaður frá Chelsea til Inter, aðeins tæpu ári eftir að hann fór í hina áttina fyrir metfé.

„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum.

María lék allan leikinn í sigri gegn Dönum

María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska landsliðinu í fótbolta unnu góðan 1-2 sigur er liðið heimsótti Dani í lokaundirbúningi liðanna fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst eftir slétta viku.

Hólmbert skaut Lillestrøm í 16-liða úrslit | Öruggt hjá Bjarna og félögum

Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark leiksins er Lillestrøm vann 1-0 sigur gegn Ålesund og Bjarni Antonsson var í byrjunarliði Start sem vann öruggan 0-3 útisigur gegn Moss.

Fram kaupir Almar frá Val

Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga

Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara

Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar.

Sjá næstu 50 fréttir