Fleiri fréttir

Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis
Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi.

„Manni finnst bara að í eins stóru félagi og KR eigi þessir hlutir að vera í lagi“
Eins og greint var frá í gær er Jóhannes Karl Sigursteinsson hættur sem þjálfari kvennaliðs KR í fótbolta. Hann stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að hann sagði upp. Ein stærsta ástæðan fyrir ákvörðun hans var að ekki fékkst leikheimild fyrir erlenda leikmenn liðsins fyrr en seint og um síðir.

Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu
Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu.

Með þreföld skæri og magnað mark fyrir ömmu Siggu
Þorleifur Úlfarsson gæti mögulega hafa skotið sér inn í næsta íslenska landsliðshóp með mögnuðum tilþrifum sínum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt.

Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið
Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær.

„Var hætt að vera stressuð fyrir leiki“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í fótbolta, fann að hún þurfti á nýrri áskorun að halda í fyrra. Hún gekk þá í raðir Bayern München frá Rosengård.

ÞÞÞ hættur í fótbolta en ætlar sér stóra hluti sem dómari
Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 27 ára. Hann er þó ekki hættur afskiptum af fótbolta því hann hefur snúið sér að dómgæslu og ætlar sér mjög langt á því sviði.

Cavani sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir kveðjuleikinn fyrir United
Edinson Cavani var ekki sáttur eftir síðasta leik sinn fyrir Manchester United og sýndi stuðningsmanni fingurinn eftir hann.

Íslensku gulldrengirnir í viðtali eftir að hafa tryggt FCK titilinn
Sveitungarnir af Skaganum, Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson, fögnuðu danska meistaratitlinum í fótbolta í gær.

Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí
Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Óskar Hrafn: Afrek sem fá lið hafa náð síðustu ár
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er afar stoltur af þeirri staðreynd að Blikaliðið er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta. Sú stigasöfnun er fátíð eftir fyrstu sjö leikina hjá liðum í sögu efstu deildar.

Börsungar luku tímabilinu með tapi | Sveinar Simeone sóttu bronsið
Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fór fram í kvöld þar sem lítil spenna var um efstu sætin.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 4-3 | Óvænt hetja í dramatískum sigri Blika
Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu-deildar karla í fótbolta en liðið fékk Fram í heimsókn á Kópavogsvöllinn í sjöundu umferð deildarinnar í kvöld. Lokatölur í leik liðanna urðu 4-4 Breiðablik í vil eftir kaflaskiptan leik.

Hilmir Rafn þreytti frumraun sína í lokaumferðinni
Íslendingalið Venezia kveður nú ítölsku úrvalsdeildina eftir eins árs veru en 19 ára Íslendingur fékk tækifæri í lokaleik liðsins í kvöld.

Umfjöllun og viðtal: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda
Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 2-1 | Baráttusigur Keflavíkur gegn FH
Keflavík vann góðan sigur á FH þegar liðin mættust í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og fjórða tap FH í sumar staðreynd.

Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða
„Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu.

Birkir á bekknum þegar Balotelli skoraði fimm í lokaumferðinni
Birkir Bjarnason kom ekki við sögu í 7-0 sigri Adana Demirspor í lokaumferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Giroud tryggði AC Milan fyrsta Ítalíumeistaratitilinn í ellefu ár
AC Milan er Ítalíumeistari í fótbolta í nítjánda sinn eftir öruggan sigur á Sassuolo í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Tvö íslensk mörk þegar FCK varð danskur meistari
FCK tryggði sér danska meistaratitilinn í fótbolta í dag þegar lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar fór fram.

Burnley fallið eftir tap gegn Newcastle
Leeds United náði að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni á kostnað Íslendingaliðs Burnley.

Tottenham í Meistaradeildina þrátt fyrir stórsigur Arsenal
Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham öttu kappi um fjórða sætið í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Man City Englandsmeistari eftir magnaða endurkomu
Manchester City er Englandsmeistari í fimmta sinn eftir ótrúlegan 3-2 sigur á Aston Villa á Etihad leikvangnum í Manchester í dag.

Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt
Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.

Hlín á skotskónum og Elísabet vann stórsigur
Fjöldi íslenskra knattspyrnukvenna var í eldlínunni í sænska og norska boltanum í dag.

Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar
Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni

Leikmenn Real Madrid bregðast við nýjum samningi Mbappe hjá PSG
Kylian Mbappe skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við PSG og batt þar af leiðandi enda á þær sögusagnir að hann væri á leiðinni til Real Madrid í sumar.

Sjáðu vítaklúður Andra og rifrildi hans við Mpongo
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður ÍBV, klikkaði á vítaspyrnu eftir að hafa rifist við samherja sinn, Hans Kamta Mpongo, um það hver ætti að taka vítaspyrnuna.

Hitað upp fyrir stórleik Breiðbliks og Vals og aðra leiki umferðarinnar
Upphitunarþáttur Bestu markanna fyrir 6. umferð Bestu-deildar kvenna er kominn inn á Vísi en það er nóg af áhugaverðum leikjum á dagskrá.

Manchester United aflýsir lokahófi sínu
Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN.

La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG
La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain.

Hörður Björgvin kvaddi með víkingaklappi
Hörður Björgvin Magnússon spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir CSKA Moskvu. Kvaddi hann aðdáendur liðsins með víkingaklappinu fræga.

Juventus endaði á tapi | Fiorentina í Sambandsdeildina
Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hélt áfram í kvöld. Juventus tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á útivelli. Empoli vann 1-0 útisigur á Atalanta og þá gerði Lazio 3-3 jafntefli við Hellas Verona.

Leipzig bikarmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni
RB Leipzig varð í kvöld þýskur bikarmeistari í fótbolta eftir sigur á Freiburg. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara eftir að staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma.

Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu
Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

„Fyrir mér mikilvægast að láta fótboltann tala“
Norska markadrottningin Ada Hegerberg var eðlilega í sjöunda himni eftir magnaðan 3-1 sigur Lyon á Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ada var að sjálfsögðu á skotskónum en það er ekki sjálfsagt eftir undanfarin misseri hjá þessari mögnuðu íþróttakonu.

Hjörtur í úrslit | Willum Þór tapaði í bikarúrslitum
Það var misjafnt gengi þeirra Hjartar Hermannssonar, leikmanns Pisa á Ítalíu, og Willum Þórs Willumssonar, leikmanns BATE Borisov í Hvíta Rússlandi.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 0-2 | Stjarnan fyrst til að leggja Akureyringa
Stjarnan er fyrsta liðið til að vinna KA í Bestu deild karla en liðin mætust á Dalvíkurvelli í dag þar sem Stjarnan vann með tveimur mörkum gegn engu.

Rúnar eftir að KR mistókst að vinna enn einn heimaleikinn: „Vorum bara lélegir“
KR mistókst enn og aftur að vinna leik á Meistaravöllum í dag er Leiknir Reykjavík kom í heimsókn. Lokatölur 1-1 og KR aðeins unnið einn heimaleik af fjórum í Bestu deild karla. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með sína menn í dag.

Lögðum upp með að vera þéttir
„Þetta var geggjaður sigur. Það eru fá lið sem koma hingað norður og fá eitthvað út úr leikjunum sínum. KA liðið hefur verið frábært í sumar. Við lögðum upp með það að fá eitthvað út úr þessum leik og það gekk upp,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Stjörnunnar kátur eftir 2-0 sigur á móti KA mönnum á Dalvík í dag.

Lyon er Evrópumeistari | Sjáðu mörkin og atvikin
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon eru Evrópumeistarar kvenna í fótbolta eftir ótrúlegan 3-1 sigur á Barcelona. Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon.

Hólmbert Aron og félagar ósigraðir á toppnum
Hólmbert Aron Friðjónsson lék tæpan hálftíma er Lilleström vann 4-1 útisigur á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Umfjöllun: ÍBV - ÍA 0-0 | Ekkert mark en tvö rauð spjöld í Eyjum
Sólin skein og vindur var í lágmarki þegar Eyja- og Skagamenn gerði markalaust jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Bæði lið í neðri hluta töflunnar í leit að stigum. ÍBV enn án sigurs og Skagamenn búnir að tapa síðustu þremur leikjum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Leiknir R. 1-1 | Ömurlegt gengi KR á heimavelli heldur áfram
KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum.

Jón Dagur byrjaði í sínum síðasta leik fyrir AGF
Lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hófst í dag. Í dag var fall-umspilið klárað en á morgun kemur í ljóst hvaða lið verður meistari. Íslendingalið FC Kaupmannahafnar er með pálmann í höndunum.