Fleiri fréttir

Meistaradeildarvonir United orðnar nánast að engu eftir jafntefli

Manchester United og Chelsea skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli, en stigið gerir lítið fyrir United í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Gott gengi Hólmberts og félaga heldur áfram

Hólmbert Aron Friðjónsson var í byrjunarliði Lilleström er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Ålesund í fimmtu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld.

Rangnick reynir að tala upp Man. United: Enn þá spennandi félag

Ralf Rangnick, fráfarandi knattspyrnustjóri Manchester United, mun starfa áfram hjá félaginu þó að það komi inn nýr knattspyrnustjóri. Það hefur lítið gengið í stuttri stjóratíð Rangnick á Old Trafford en hann reynir að tala liðið upp í nýju viðtali.

Raiola segist ekki vera látinn

Mino Raiola, frægasti umboðsmaður heims, segist ekki vera látinn, þvert á fréttir fjölmiðla um allan heim.

Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans.

Mbappe fékk 10 atkvæði í forsetakjöri Frakklands

Kylian Mbappe, leikmaður PSG, er dýrkaður og dáður í Frakklandi og nær sú aðdáun langt fyrir utan knattspyrnuvöllinn. Í nýafstöðum forsetakosningum í Frakklandi fékk Mbappe 10 atkvæði þrátt fyrir að vera ekki í framboði.

Ás­mundur: Erum með öflugan hóp og okkar verk­efni er að búa til gott lið

„Ég held við getum ekki farið fram á meira. Við bjuggumst við hörkuleik og þetta er hörkulið sem við erum að spila við. Við komum okkur í góða stöðu snemma í leiknum,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur Blika á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Klopp: Liverpool hefur lært af Juve og Bayern

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fullvissar alla að Liverpool er búið að læra af Juventus og Bayern München, að vanmeta spænska liðið Villarreal ekki.

Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar

Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi.

Anfield fær ekki EM-leiki af því hann er of lítill

Liverpool spilar undanúrslitaleik í Meistaradeildinni á Anfield leikvanginum á móti Villarreal í kvöld en þessi heimsfrægi leikvangur nær þó ekki lágmarki UEFA fyrir Evrópumótið í fótbolta.

Vill ekki halda með City en allt er betra en fjórfalt hjá Liverpool

Búlgarska knattspyrnugoðsögnin Dimitar Berbatov lék í fjögur ár með Manchester United og lærði á þeim tíma að „hata“ erkifjendurna í Liverpool. Það hatur hefur ekkert minnkað þrátt fyrir að það séu að vera tíu ár liðin síðan hann spilaði síðast í búningi Manchester United.

Chiellini leggur landsliðsskóna á hilluna í sumar

Giorgio Chiellini, fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar sér að hætta að spila með landsliðinu eftir leik liðsins gegn því argentínska sem fram fer á Wembley í júní.

„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang.

Ari hafði betur í Íslendingaslag

Ari Freyr Skúlason og félagar hans í Norrköping unnu góðan 2-1 sigur er liðið sótti Davíð Kristján Ólafsson og félaga hans í Kalmar heim í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þarf fullkominn leik gegn Liverpool

Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir