Fleiri fréttir

Lebron og Liverpool framleiða vörur saman

LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld.

Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót.

Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði.

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga

Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið

Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild

Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Benzema sekur í fjár­kúgunar­málinu og fær skil­orðs­bundinn fangelsis­dóm

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, hefur verið fundinn sekur um að taka þátt í að reyna kúga fé út úr Matieu Valbuena, fyrrverandi samherja sínum í franska landsliðinu, með kynlífsmyndbandi. Benzema fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og 75 þúsund evra sekt sem nemur rúmlega ellefu milljónum íslenskra króna.

Leikjahæsti landsliðsþjálfari heims rekinn

Knattspyrnusamband Úrúgvæ ákvað síðastliðinn laugardag að reka þjálfara landsliðsins, Oscar Tabarez, úr starfi. Hann hafði verið þjálfari liðsins síðan árið 2006.

Dramatískt jafntefli í Sviss | Allt galopið í G-riðli

Öllum átta leikjum kvöldsins er nú lokið í Meistaradeild Evrópu. Atalanta missteig sig í baráttunni í F-riðli er liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Young Boys og það er allt galopið í G-riðli eftir úrslit kvöldsins, en þar eiga öll fjögur liðin möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Markalaust í fyrsta Meistaradeildarleik Xavi

Barcelona og Benfica gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í fyrsta Meistaradeildarleik Börsunga undir stjórn Xavi. Úrslitin þýða að bæði lið eiga enn möguleika á að fara upp úr E-riðli.

Maguire: Þetta er risastórt fyrir tímabilið okkar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var eðlilega kampakátur með 0-2 sigur liðsins gegn Villareal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með sigrinum, en Maguire segir hann risastóran fyrir tímabilið.

Henderson og Robertson klárir fyrir leikinn gegn Porto

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, og Andy Robertson, bakvörður liðsins, verða klárir í slaginn þegar Liverpool tekur á móti Porto í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Bruno á bekknum hjá Michael Carrick

Portúgalinn Bruno Fernandes er ekki í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Villarreal í Meistaradeildinni í fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.