Fleiri fréttir

Þýskaland: Dortmund nálgast Bayern á toppnum

Fimm leikjum var rétt í þessu að ljúka í þýsku Bundesligunni í fótbolta. Borussia Dortmund minnkaði forystu Bayern Munchen á toppnum niður í eitt stig með góðum sigri á Stuttgart. Bayer Leverkusen lyfti sér upp í fjórða sætið.

Smitaður og missir af fyrsta leiknum með Newcastle

Eddie Howe, nýráðinn knattspyrnustjóri Newcastle, er smitaður af kórónuveirunni og missir því af fyrsta leiknum sem stjóri liðsins. Newcastle á leik í dag gegn nýliðum Brentford.

Andrea Mist riftir samningi sínum í Sví­þjóð

Andrea Mist Pálsdóttir hefur fengið sig lausa frá sænska knattspyrnufélaginu Växjö en liðið féll úr efstu deild þar í landi á dögunum. Hún segir sænsku B-deildina einfaldlega ekki nægilega sterka.

Á­fall fyrir Hamranna: Ogbonna frá út tíma­bilið

Stórt skarð var höggið í titilvonir West Ham United er liðið lagði Liverpool óvænt 3-2 í ensku úrvalsdeildinni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Ítalski miðvörðurinn Angelo Ogbonna meiddist í leiknum og verður frá út tímabilið.

Vill að Livra­mento fái meiri vernd frá dómurum deildarinnar

Tino Livramento, hægri bakvörður Southampton, er einn af þeim leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem er hvað oftast brotið á. Ralph Hasenhüttl, þjálfari liðsins, segir að Livramento verði að fá meiri vernd frá dómurum ensku úrvalsdeildarinnar.

Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær

Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins.

Þurfa að endurtaka endurtekna leikinn

Exeter City og Bradford þurfa að mætast í þriðja sinn í fyrstu umferð FA bikarsins eftir að Exeter gerði sex skiptingar í sigri liðsins í framlengingu síðastliðið þriðjudagskvöld.

„Herslumuninn vantaði“

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að fyrsta markið hefði skipt miklu í leiknum gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

„Virkilega pirrandi og maður er fúll og svekktur“

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að mörgu leyti sátt með frammistöðuna gegn Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hún var hins vegar sár og svekkt með úrslitin. Blikar töpuðu 0-2 og eru áfram á botni B-riðils.

Skosku meistararnir búnir að ráða eftirmann Gerrard

Hollenski þjálfarinn Giovanni van Bronkchorst var í dag kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Skotlandsmeistara Rangers. Hann tekur við liðinu af Liverpool goðsögninni Steven Gerrard sem tók á dögunum við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Sara Björk orðin mamma

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, og Árni Vilhjálmsson, leikmaður Breiðabliks, eignuðust son á þriðjudaginn.

„Leyfis­kerfi KSÍ er ekkert nema sýndar­mennska“

Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Hinn 99 ára afi Öglu Maríu mætir á alla leiki

Agla María Albertsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eins og venjulega þegar Agla María spilar verður afi hennar í stúkunni að fylgjast með barnabarninu.

Stórsér á Hamraoui eftir árásina

Kheira Hamraoui, leikmaður Paris Saint-Germain, er illa farin eftir að ráðist var á hana fyrir utan heimili hennar í París í síðustu viku. 

Saka Íran um að spila með karl­mann í markinu

Jórdanía hefur ásakað nágrannaþjóð sína Íran um að stilla upp karlmanni í marki sínu er þjóðirnar mættust í A-landsleik kvenna í knattspyrnu á dögunum. Knattspyrnusamband Jórdaníu vill staðfestingu þess efnis að markvörður Íran sé kvenkyns.

Tiago snýr aftur í Fram

Portúgalski miðjumaðurinn Tiago Manuel Silva Fernandes er snúinn aftur í raðir Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð.

Verðum að eiga betri leik en síðast

Þjálfari Breiðabliks, Ásmundur Arnarson, og Agla María Albertsdóttur sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Kópavogsvelli í dag. Ástæðan er leikur Breiðabliks og úkraínska liðsins Kharkiv í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir