Fleiri fréttir

Svekkelsið frá því í fyrra rekur FH áfram

Tuttugu ár eru síðan FH var síðast í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta.  Þróttur Reykjavík stendur í vegi fyrir þeim en leiki Hafnfirðingar sama leik og á síðustu leiktíð bíður þeirra úrslitaleikur á Laugardalsvelli gegn Val eða Breiðabliki.

Íslensk fótboltalið á vergangi ef þeim gengur vel

„Það er ljóst að ástandið er alvarlegt,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um þá staðreynd að ef að íslenskum fótboltaliðum vegnar vel í alþjóðlegri keppni hafa þau engan stað til að spila á í vetur.

KR með fimm stiga forskot á toppnum

KR styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna með 3-2 heimasigri á Augnablik í kvöld. KR-ingar snéru taflinu við eftir að hafa lent undir gegn botnliðinu.

Helgi Valur kannast ekki við að hafa sagst ætla að hætta

Fyrr í mánuðinum birtist grein þar sem fullyrt var að Helgi Valur Daníelsson myndi leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Helgi, sem varð fertugur í vikunni, segist þó ekki kannast við það að hafa látið þau ummæli út úr sér.

Leggur skóna aftur á hilluna eftir magnaðan feril

Hollenska knattspyrnugoðsögnin Arjen Robben hefur lagt skóna á hilluna. Þessi 37 ára gamli kantmaður lék sína síðustu leiki með liðinu sem hann hóf ferilinn með; Groningen í Hollandi.

Gri­ezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl

Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli.

Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar.

Yfir 130 milljónir í húfi fyrir íslenskan fótbolta í kvöld og Valur fær 120

FH, Breiðablik og Stjarnan eiga öll möguleika á að komast áfram í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í fótbolta í dag. Fyrir hvert félag er 300.000 evru vinningsfé, eða tæpar 44 milljónir króna, í húfi eða samtals rúmar 130 milljónir. Íslandsmeistarar Vals hafa svo þegar tryggt sér 120 milljónir króna vegna Evrópuleikja í sumar.

Jón Þór tekinn við Vestra

Jón Þór Hauksson hefur verið ráðinn þjálfari Vestra í Lengjudeild karla. Hann hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið.

Þórir Jóhann seldur til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn Þórir Jóhann Helgason ferðast til Lecce á Ítalíu í dag og gengur þar endanlega frá samkomulagi við samnefnt félag sem spilar í næstefstu deild.

„Hatrið mun aldrei sigra“

Jadon Sancho segir að kynþáttafordómarnir sem hann varð fyrir eftir úrslitaleik EM hafi ekki komið sér á óvart. Hann segir þó að hatrið muni aldrei sigra.

Óli Jóh krækir í nafna sinn

FH hefur samið við varnarmanninn Ólaf Guðmundsson en hann kemur til félagsins frá Breiðabliki. FH staðfesti félagaskiptin í kvöld.

Valur mætir Al­fons og norsku meisturunum

Bodø/Glimt verða mótherjar Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en bæði lið duttu út úr forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og í gær.

Besti leikmaður EM til Parísar

PSG náði einungis öðru sætinu í franska boltanum á síðustu leiktíð og þeir hafa heldur betur safnað liði fyrir næstu leiktíð.

Ó­vissa með fram­tíð Lingard

Knattspyrnumaðurinn Jesse Lingard stóð sig frábærlega eftir að hann var lánaður til West Ham United í janúar síðastliðnum. Hann er í dag leikmaður Manchester United en forráðamenn liðsins virðast ekki vita hvað þeir eigi að gera við leikmanninn.

Sjá næstu 50 fréttir