Fleiri fréttir

Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum

Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum.

Valdi framlínu Man. Utd fram yfir Mane, Salah og Firmino

Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez hafi skapað bestu þriggja manna framlínu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Brutust inn til Alli og ógnuðu honum með hníf

Þjófar brutust inn á heimili Dele Alli, leikmanns Tottenham, síðustu nótt. Þeir ógnuðu honum með hníf og kýldu knattspyrnumanninn í andlitið áður en þeir höfðu með sér skartgripi og úr á brott.

Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár

Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon.

Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní

Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

„Luke Chadwick 1-0 Steven Gerrard“

Luke Chadwick, sem varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001, sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í gær en hann á fleiri Englandsmeistaratitla en Steven Gerrard.

Leikmönnum sagt að líta undan eftir tæklingar

Ef að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að geta hafist að nýju á næstunni þurfa leikmenn að vera tilbúnir að gera ákveðnar breytingar á sínum leik, til að mynda að líta undan eftir tæklingar í stað þess að snúa andlitum saman, til að minnka smithættu.

Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga

Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins.

Danir af stað hálfum mánuði á undan Íslendingum

Keppni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst að nýju, eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins, þann 28. maí. Áætlað er að tímabilinu ljúki 29. júlí með úrslitaleik um sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Þór/KA fær enskan Sauðkræking í markið

Þór/KA hefur fengið til sín enska markvörðinn Lauren-Amie Allen sem hefja mun æfingar með liðinu á morgun og leika með því í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar.

Gamli Man United maðurinn varði framkomu Neymar og Mbappe

Ander Herrera taldi sig þurfa að útskýra það betur af hverju stjörnur Paris Saint Germain fögnuðu sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með því að gera grín að hinum norska Erling Braut Håland.

Giggs komst næst því að fara frá Man. United sumarið 2004

Ryan Giggs, sem lék tæplega 700 leiki fyrir Manchester United, segir að hann hafi verið næst því að yfirgefa félagið tímabilið 2003/2004. Hann ákvað þó að taka slaginn áfram og safnaði hverjum titlinum á fætur öðrum.

Mun UEFA drepa Englandsdrauminn í dag?

UEFA mun í dag funda með sínum 55 aðildarlöndum að sambandinu en þar mun evrópska knattspyrnusambandið fara yfir hvernig knattspyrnuárið mun líta út. Það hefur tekið miklum breytingum vegna kórónuveirunnar.

Eigandi félags í ensku úrvalsdeildinni hótar að greiða ekki laun

Það er tíðinda af vænta úr enska boltanum í dag en öll tuttugu lið úr úrvalsdeildinni munu þá funda um hvernig eigi að koma deildinni aftur af stað. UEFA krefur deildirnar um svör fyrir 25. maí til þess að geta ákveðið hvað verður um Meistara- og Evrópudeildina.

„Enginn erfiðari en Rooney“

Petr Cech er einn af betri markmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á þessari öld en hann gerði garðinn frægann með Chelsea þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.

Krefjast svara vegna Aubameyang

Spænska úrvalsdeildarfélagið Real Madrid vinnur nú hörðum höndum að því að klófesta Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Arsenal.

Sjá næstu 50 fréttir