Snorri Barón um Söru: „Ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika undanfarin ár. @SARASIGMUNDS Sara Sigmundsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili og missir því af fjórðu heimsleikunum í röð. Umboðsmaður hennar Snorri Barón Jónsson sendir sinni konu stuðning og segir nánar frá því sem ein besta CrossFit kona Íslands hefur þurft að ganga í gegnum síðustu árin. Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira
Snorri bæði byrjar og endar pistil sinn á jákvæðum nótum. „Ég get án nokkurs vafa beðið aðeins lengur eftir stundum eins og þessari,“ skrifar Snorri og vísar í myndband af Söru að fanga sigri á móti í Dúbaí. „Ég hef vitað af heilsuvandamálum Söru eins lengi að hún hefur verið að glíma við þau. Á Rogue Invitational mótinu leit út fyrir að það væri að líða yfir hana í sumum æfingunum. Vandamálið varð síðan enn verra vikurnar á eftir það sem hún glímdi við höfuðverk, mikla liðverki og bólgur, hitaköst, útbrot, hármissi og miklu meira ógeð sem enginn á að þurfa að ganga í gegnum,“ skrifar Snorri. Sara Sigmundsdóttir og Snorri Barón Jónsson bregða á leik.@snorribaron Gat séð breytingu á henni „Þess vegna var ég svo ánægður fyrir hennar hönd í fjórðungsúrslitunum í ár af því ég gat séð breytingu á henni. Það var miklu meiri gleði í gangi enda leið henni betur líkamlega en hún hafði gert í langan tíma á undan. En rétt eftir fjórðungsúrslitin þá lenti hún í annarri öldu og steinlá. Tímabilið búið,“ skrifar Snorri. Hann fer síðan yfir svipaða hluti og Sara lýsti sjálf í sínum pistli. Það tekur tíma að finna rétta meðalið við sjálfsofnæmissjúkdóminum hennar sem kallast fylgigigt. „Nú mun hún taka því rólega, leyfa meðferðinni að virka almennilega og svo byrjar hún að byggja sig upp eftir það. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Það er búið að finna hvað er að henni og það lítur út fyrir að hún sé búin að fá rétta meðalið. Það skiptir mestu máli,“ skrifar Snorri. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Sara „Í næsta skipti sem við munum sjá hana á keppnisgólfinu gætum við fengið að sjá útgáfu af henni sem við höfum ekki séð síðan á Wodapalooza mótinu 2020. Heilsuhrausta, ánægða og hættulega Söru,“ skrifar Snorri. „Sara verður ekki á gólfinu í Lyon um helgina en margir frábærir íþróttamenn verða þar. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig þetta fer. Ég verð þar ekki sjálfur en mun fylgjast vel með á netinu ef CrossFit leyfir. Ég mun öskra á sjónvarpið til að hvetja áfram mitt fólk,“ skrifaði Snorri. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjör: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Bikarinn á loft á Ásvöllum? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sjá meira