Stjarnan handtekin á leiðinni á völlinn: „Hann er á leið í fangelsi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2024 11:55 Scheffler leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Vísir/Skjáskot Fremsti kylfingur heims, Scottie Scheffler, var handtekinn við Valhalla-völlinn í Louisville í Kentucky. Hann er á meðal þátttakanda á PGA-meistaramótinu sem fer þar fram. „Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 PGA-meistaramótið Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Akkúrat núna er hann á leið í fangelsi og það er ekkert sem þú getur gert í því,“ heyrist í lögreglumanni á myndbandsupptöku af því þegar Scheffler var leiddur í lögreglubíl í handjárnum. Here is video that I took of Scheffler being arrested: https://t.co/8UPZKvPCCf pic.twitter.com/9Tbp2tyrJh— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024 Fyrr í morgun varð banaslys við völlinn sem leiddi til þess að keppni var frestað um klukkustund. Mikil umferðarteppa myndaðist vegna slyssins og Scheffler reyndi að forðast teppuna og keyrði framhjá henni. Það var í óþökk lögreglumanna sem stöðvuðu hann. Lögreglan handtók Scheffler vegna tilburða hans í umferðinni, setti hann í handjárn og keyrðu með hann á brott í lögreglubíl. Ekki er ljóst hverjir eftirmálar af atvikinu verða en það virðist sem hann þurfi að fara á lögreglustöð í skýrslutöku áður en lengra er haldið. „Lögreglumaðurinn öskraði á Scheffler og sagði honum að fara út úr bílnum. Þegar Scheffler steig út ýtti lögreglumaðurinn honum upp að bílnum að setti hann strax í handjárn. Hann situr nú í aftursæti lögreglubílsins,“ segir Jeff Darlington, fréttamaður á ESPN, á samfélagsmiðlinum X en hann varð vitni að atvikinu. Scheffler hefur raðað inn titlum síðustu misseri og er sem stendur efstur á heimslistanum. Hann lék á fjórum höggum undir pari á fyrsta hring PGA-meistaramótsins í gær og er jafn í tólfta sæti á mótinu. Xander Schauffele leiðir á níu höggum undir pari. PGA-meistaramótið er í beinni á Stöð 2 Sport 4 alla helgina en bein útsending hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. Breaking News: World No. 1 golfer Scottie Scheffler has been detained by police in handcuffs after a misunderstanding with traffic flow led to his attempt to drive past a police officer into Valhalla Golf Club. The police officer attempted to attach himself to Scheffler’s car,…— Jeff Darlington (@JeffDarlington) May 17, 2024
PGA-meistaramótið Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira