Fleiri fréttir

Cole og Lampard gætu farið frá Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segist vilja halda þeim Frank Lampard og Ashley Cole hjá Chelsea en segir að það sé alls ekkert víst hvort það takist. Cole verður samningslaus næsta sumar og herma heimildir að Chelsea sé aðeins til í að bjóða honum nýjan eins árs samning. Það er Cole ósáttur við.

Spurs með fínan útisigur

Tottenham klifraði upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið vann nauman 1-2 útisigur á Southampton.

Everton og Liverpool skildu jöfn á Goodison Park

Everton og Liverpool mættust í nágrannaslag á Goodison Park í Liverpool og var um magnaðan leik að ræða. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Messi kominn í 300 marka klúbbinn

Lionel Messi náði sögulegum áfanga í kvöld þegar hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Hann gerði reyndar gott betur því hann er kominn í 301 mark eftir leikinn. Þetta er hann búinn að afreka í aðeins 419 leikjum. Barcelona vann í kvöld öruggan sigur á Rayo Vallecano, 0-5.

Svona skoraði Messi mörkin 301

Lionel Messi náði stórum áfanga í kvöld er hann skoraði sitt 300. mark á ferlinum. Við skulum skoða hvernig hann skoraði mörkin sem eru orðin 301 eftir kvöldið.

Stefán skoraði í sigurleik

Stefán Gíslason var á meðal markaskorara belgíska liðsins Leuven í kvöld er það skellti Beerschot, 3-1, í belgísku úrvalsdeildinni.

Sverrir samdi við Fylki

Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Fylki. Sverrir kemur til félagsins frá Haukum.

Ellert búinn að semja við Blika

Blikar náðu ekki að semja við Garðar Jóhannsson fyrir helgi en þeir náðu þó öðrum leikmanni Stjörnunnar í dag.

Aron skoraði aftur og Cardiff á toppinn

Íslendingaliðið Cardiff City vann stórsigur í dag, 4-0, á meðan Wolves varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Charlton. Cardiff er þar með komið á topp deildarinnar.

Emil og félagar komnir í annað sætið

Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu fínan 2-0 sigur á Lanciano í ítölsku B-deildinni í dag. Bæði mörkin komu úr vítum undir lokin.

Þjálfari Eiðs og Arnars rekinn

Þjálfari Íslendingaliðsins Cercle Brugge, Bob Peeters, hefur verið rekinn úr starfi enda hefur gengi Brugge ekki verið upp á marga fiska í vetur.

Toppslagur í skugga deilna

Chelsea og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun en kynþáttaníðsmál John Terry, fyrirliða Chelsea, hefur dregið dilk á eftir sér. Umræðan hefur snert marga og mun líklega hafa víðtækar afleiðingar.

Ætla að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót

Pepsi-deildarlið Þórs frá Akureyri fékk fínan liðsstyrk í gær er tveir af betri leikmönnum 1. deildarinnar síðasta sumar sömdu við félagið. Athygli vekur að Bosníumaðurinn Edin Beslija sé farinn norður, en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík sem einnig tryggði sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni næsta sumar. Þar hefur þessi 25 ára leikmaður verið í algjöru lykilhlutverki síðustu ár.

Tvö tímamótamörk hjá Margréti Láru í einu sparki

Margrét Lára Viðarsdóttir valdi réttan tíma fyrir tímamótamark með íslenska landsliðinu þegar hún kom íslenska liðinu í 1-0 í 3-2 sigri á Úkraínu í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Margrét Lára náði með því tveimur tímamótamörkum með einu sparki því þetta var 50. mark hennar í keppnisleik með landsliðinu og 30. markið hennar á Laugardalsvellinum.

Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrkleikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum.

Glæsimark Tevez dugði gegn Swansea

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 1-0 sigri á Swansea. Það var Carlos Tevez sem skoraði eina mark leiksins en City hefur aldrei tapað þegar hann skorar.

Jafntefli á Villa Park

Tíu leikmenn Aston Villa héldu út og náðu jafntefli á heimavelli gegn Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Arsenal slapp með skrekkinn | Úrslit dagsins

Arsenal komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með tæpum 1-0 sigri á QPR. Mikið fjör var í leik Reading og Fulham þar sem skoruð voru tvö mörk undir lokin.

Erjur hjá fjölskyldu Maradona

Hinn 51 árs gamli Diego Armando Maradona er ekki dauður úr öllum æðum en hann á von á sínu fjórða barni eins og Vísir greindi frá á dögunum.

Man. Utd vill græða meira | Keyptu upp DHL-samninginn

Forráðamenn Man. Utd hafa ákveðið að kaupa upp auglýsingaréttinn á æfingabúningum sínum sem þeir seldu til DHL árið 2010. Sá samningur var til fjögurra ára og sagður vera 40 milljón punda virði.

Eigandi Arsenal: Ég vil vinna titla

Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, hefur neyðst til þess að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að markmið félagsins sé að vinna titla. Það er einkennilegt að eigendur stórliðs þurfi að gera slíkt.

Viktor Bjarki samdi við Fram

Viktor Bjarki Arnarsson, gekk í dag frá tveggja ára samning við Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Viktor Bjarki hefur spilað með KR undanfarin þrjú sumur. Þetta kom fram á heimasíðu Fram.

McFadden semur við Sunderland

Fyrrum landsliðsmaður Skota, James McFadden, er búinn að skrifa undir þriggja mánaða samning við enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland.

Leikmenn Milan standa með Allegri

Þó svo það gangi skelfilega á vellinum hjá AC Milan þá standa leikmenn liðsins á bak við þjálfarann, Massimiliano Allegri. Það staðfestir framherjinn efnilegi, Stephan El Shaarawy.

Eiður Smári skoraði í þriðja leiknum í röð

Eiður Smári Guðjohnsen var enn á ný á skotskónum með Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld en eins og í hinum leikjunum þá dugði það liðinu ekki til að ná í stig. Cercle Brugge tapaði 1-2 á útivelli á móti Standard Liege.

Hjörtur hetjan í fyrsta leik

Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven og fyrrum Fylkismaður, var hetja 19 ára landsliðsins í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu. Hjörtur skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Aserbaídsjan.

Serbar setja leikmenn og þjálfara í bann

Serbar hafa ákveðið að taka fast á látunum sem urðu eftir leik U-21 árs liða Serba og Englendinga. Tveir leikmanna liðsins hafa verið dæmdir í eins árs bann frá landsliðinu.

Sara Björk braut oftast af sér

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lét finna fyrir sér í undankeppni EM 2013 sem lauk með glæsilegum sigri íslensku stelpnanna á Úkraínu á Laugardalsvellinum í gær.

Heskey sjóðheitur í Ástralíu

Útbrunni enski framherjinn, Emile Heskey, sem ekkert félag á Englandi vildi fá er heldur betur að láta til sín taka hjá Newcastle Jets í ástralska boltanum. Heskey gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Jets í 2-1 sigri á Melbourne Victory.

Buffon er hvergi nærri hættur

Hinn 34 ára gamli markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, stefnir á að spila með Juventus að minnsta kosti í þrjú ár í viðbót.

Wenger: Wilshere verður betri en áður

Það styttist í að ungstirnið Jack Wilshere geti byrjað að spila með Arsenal á nýjan leik. Stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur fulla trú á því að hann nái fyrri styrk og rúmlega það.

Beslija og Tubæk í Þór

Nýliðar Þórs frá Akureyri í Pepsi-deildinni eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök og þeir eru búnir að landa tveimur sterkum leikmönnum sem léku í 1. deildinni síðasta sumar.

Stelpurnar fá 10 milljón króna bónus

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk flottan bónus frá KSÍ í gær í tilefni af því að lið tryggði sér sæti á lokakeppni EM.

Kagawa frá í þrjár til fjórar vikur

Það hefur verið staðfest að Japaninn Shinji Kagawa verði frá í þrjár til fjórar vikur vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Braga.

Sjá næstu 50 fréttir