Enski boltinn

Papiss Cissé með sigurmark Newcastle í uppbótartíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Newcastle United vann dramatískan sigur, 2-1, á  West Bromwich Albion á St. James' Park, heimavelli Newcastle.

Demba Ba kom Newcastle yfir tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks en það var Romelu Lukaku, leikmaður WBA, sem jafnaði metin á 55. mínútu og  staðan orðin 1-1.

Það stefndi allt í jafntefli en þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma skoraði  Papiss Cissé sigurmark Newcastle en hann fékk í raun skot í bakið sem breytti um stefnu og hafnaði í netinu.

Skrautlegt mark og allt var vitlaust á St. James' Park.

Newcastle er eftir leikinn í 10. sæti með 13 stig en WBA í því áttunda með 14 stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×