Enski boltinn

Eigandi Arsenal: Ég vil vinna titla

Kroenke spjallar við Wenger og strákana í liðinu.
Kroenke spjallar við Wenger og strákana í liðinu.
Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, hefur neyðst til þess að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að markmið félagsins sé að vinna titla. Það er einkennilegt að eigendur stórliðs þurfi að gera slíkt.

Þar sem Arsenal hefur aftur á móti mikið verið í því að selja sína bestu menn efast margir stuðningsmanna félagsins um metnað þess.

"Ég er í íþróttum til þess að vinna. Það snýst allt um að vinna. Ég get fullvissað stuðningsmenn um að enginn hefur meiri metnað en ég," segir Kroenke í yfirlýsingunni.

"Framtíð félagsins er spennandi og markmiðið er að vinna titla."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×