Enski boltinn

Bannað að heilsast á æfingasvæði Arsenal

Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Það er flensufaraldur í herbúðum Arsenal og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur tekið á málinu með því að banna mönnum að takast í hendur.

Per Mertesecker, Thomas Vermaelen og fleiri hafa legið í rúminu veikir upp á síðkastið. Wenger hefur áhyggjur af málinu.

"Ein algengasta smitleiðin er handaband og þess vegna vil ég ekki að menn heilsist lengur," sagði Wenger.

Hann vill frekar að menn snerti olnboga hvors annars ef þeir þurfi á annað borð að snertast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×