Íslenski boltinn

Kristján hættur að þjálfa Val

Kristján Guðmundsson staðfestir það á Twitter í dag að hann sé hættur sem þjálfari karlaliðs Vals.

Kristján hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár en Valsmenn ætla nú að leita á önnur mið.

"Hefði viljað klára árið sem eftir var af samningnum en aðstæður í félaginu leyfðu það ekki. Takk fyrir mig Valsmenn," segir Kristján á Twitter í dag.

Ekki er ljóst hver tekur við Valsliðinu af Kristjáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×