Íslenski boltinn

Heimir: Gat ekki tekið við Stjörnunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, til vinstri, og Heimir Hallgrímsson.
Lars Lagerbäck, til vinstri, og Heimir Hallgrímsson. Mynd/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir að það hann hafi aldrei átt kost á því að taka við þjálfun Stjörnunnar.

Heimir var sagður efstur á óskalista Garðbæinga sem eftirmaður Bjarna Jóhannssonar sem nú er tekinn við KA á Akureyri.

„Þetta fór einfaldlega ekki saman við starf mitt hjá KSÍ," sagði Heimir við Vísi í dag. „Stjarnan er gott lið og starfið er spennandi. En þetta var ekki möguleiki fyrir mig."

Samkvæmt heimildum Vísis höfðu forráðamenn Stjörnunnar einnig hug á að ræða við Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, en að hann hafi ekki haft áhuga á starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×