Enski boltinn

Heiðar skallaði Cardiff á toppinn

Heiðar var frábær í kvöld.
Heiðar var frábær í kvöld.
Heiðar Helguson var hetja Cardiff í kvöld er hann skoraði bæði mörk liðsins í frábærum útisigri á Ipswich Town. Lokatölur 1-2 eftir að Cardiff hafði verið undir í hálfleik.

DJ Campbell kom Ispwich yfir rétt fyrir hlé en Heiðar jafnaði leikinn á 63. mínútu og skoraði svo sigurmarkið tveim mínútum fyrir leikslok.

Fyrra mark Heiðars var með skoti í teignum en seinna markið var skallamark eins og svo oft áður hjá Heiðari.

Bæði Heiðar og Aron Einar Gunnarsson léku allan leikinn fyrir Cardiff.

Cardiff komst með sigrinum á topp deildarinnar. Liðið er með stigi meira en Leicester sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×