Fleiri fréttir

Mancini á eftir Vidal

Þó svo leikmannamarkaðurinn sé lokaður er Man. City alltaf að leita að leikmönnum og vinna í málunum. Í dag er greint frá því að Roberto Mancini, stjóri City, sé búinn að tala við forráðamenn Juventus um miðjumanninn Arturo Vidal.

Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Man City og B. Dortmund

Joe Hart markvörður Manchester City fór á kostum í gær þegar Englandsmeistaraliðið lék gegn þýsa meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Enski landsliðsmarkvörðurinn sýndi stórkostleg tilþrif í leiknum. Þorsteinn J fór yfir leikinn í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Hjörtur Hjartarson og Heimir Guðjónsson voru sérfræðingar þáttarins.

Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin

Aron Jóhannsson er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Albaníu og Sviss í undankeppni HM síðar í mánuðinum. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og því enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið, sem hann var orðaður við á dögunum. Hann vill þó mun

Hélt oftar hreinu í ár en síðustu ár til samans

Gunnleifur Gunnleifsson tók við Íslandsmeistarabikarnum á laugardaginn og það mátti sjá á viðbrögðum hans þegar titillinn var í höfn tveimur vikum fyrr að þar fór maður sem var búinn að bíða lengi eftir því að komast í tæri við þann stóra.

Mancini: Áttum stigið ekki skilið

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Dortmund hafi verið betri aðilinn í leik liðanna í kvöld og að það sé Joe Hart að þakka að leiknum lyktaði með jafntefli.

Skemmtilegt lag um Theo Walcott

Stuðningsmenn Arsenal eru alls ekki ánægðir með Theo Walcott, leikmann félagsins, en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur rennur út í sumar.

Hrikalegt vítaklúður í Sviss

Svissneska félagið St. Gallen reyndi afar nýstárlega útgáfu af vítaspyrnu í leik gegn Grasshoppers í svissnesku deildinni á dögunum.

Hart: Hefði getað endað 10-10

Joe Hart, markvörður Manchester City, átti stórleik þegar að lið hans gerði 1-1 jafntefli við Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

PSG vill fá Cole næsta sumar

Carlo Ancelotti, þjálfari PSG í Frakklandi, segir að Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, sé sá besti í heiminum í sinni stöðu.

Finnar vilja ólmir fá Jenkinson

Bakvörðurinn Carl Jenkinson hjá Arsenal hefur stigið upp í vetur eftir að hafa litið út eins og 3. deildarleikmaður á síðustu leiktíð. Leikmaðurinn getur valið um hvort hann spili fyrir enska eða finnska landsliðið. Finnar leggja nú afar hart að leikmanninum að skuldbindast finnska liðinu.

AC Milan vann á sjálfsmarki í Rússlandi

AC Milan missti niður tveggja marka forystu og þurfti að treysta á sjálfsmark til þess að tryggja sér 3-2 sigur á Zenit St Petersburg í fyrsta leik dagsins í Meistaradeild Evrópu í fótbota. Leikurinn fór fram á Petrovski Park í Sankti Pétursborg.

Van Nistelrooy: Cristiano Ronaldo er ekki hrokagikkur

Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og hollenska landsliðsins, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar og segir hann að Portúgalinn snjalli sé ekki hrokagikkur.

Ásgeir farinn aftur á Ásvelli

Lánstími Ásgeirs Þórs Ingólfssonar hjá Val er liðinn og hann er kominn aftur til Hauka. Það sem meira er þá hefur hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.

QPR mun ekki gefast upp á Hughes

QPR hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og situr í neðsta sæti með aðeins tvö stig eftir sex leiki. Menn þar á bæ eru þó ekki að fara á taugum.

Markaregnið úr lokaumferð Pepsi-deildarinnar inn á Vísi

Pepsi-deild karla kláraðist á laugardaginn og nú eru sjö mánuðir í næsta leik í úrvalsdeild karla í fótbolta. Það voru skoruð 19 mörk í lokaumferðinni og nú er hægt að sjá öll þessi mörk inn á Vísi.

Puyol frá í átta vikur - missir af El Clasico

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verður ekki með liðinu næstu átta vikurnar eftir að hann fór úr olnbogalið í sigrinum á Benfica í Meistaradeildinni í gær. Puyol fór beint á sjúkrahús eftir að hann meiddist en flaug samt með félögum sínum heim í gærkvöldi.

Van Persie vill leggja upp fleiri mörk

Hollendingurinn Robin van Persie hélt áfram að slá í gegn með Man. Utd í gær þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á rúmenska liðinu Cluj í Meistaradeildinni.

Meistaramörkin: Umfjöllun um leik Cluj og Man Utd | mörkin hjá Persie

Manchester United landaði góðum 2-1 sigri gegn CFR Cluj í Rúmeníu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Robin van Persie skoraði bæði mörk Man Utd í leiknum. Þorsteinn J og sérfræðingar Stöðvar 2 sport fjölluðu um leikinn í Meistaramörkunum í gærkvöld og hér má sjá umfjöllun þeirra.

Hvað er um að vera á sportstöðvunum? | Risaslagur í Manchester

Það er nóg um að vera í dag og kvöld á sportstöðvum Stöðvar 2 og þar ber Meistaradeild Evrópu hæst. Önnur umferð í riðlakeppninnar hófst í gærkvöld og umferðinni lýkur í kvöld með átta leikjum. Fjórir þeirra verða í beinni útsendingu á sportstöðvunum.

Ísland með stórt stökk á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók stórt stökk á FIFA-listanum í dag og er ekki lengur fyrir ofan hundraðið á listanum. Það hefur ekki gerst í nokkurn tíma.

Tíu verðlaunapeningar á tíu sumrum

FH-ingar hafa verið í tveimur efstu sætunum á undanförnum tíu Íslandsmótum og Freyr Bjarnason er eini leikmaðurinn sem hefur verið með FH á þeim öllum. Freyr átti frábært tímabil og sá til þess að enginn saknaði Tommys Nielsen.

Í beinni: Ajax - Real Madrid

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign hollenska liðsins Ajax og spænska liðsins Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Í beinni: Arsenal - Olympiakos

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign enska liðsins Arsenal og gríska liðsins Olympiakos í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Lampard: Við þurftum að vera þolinmóðir í kvöld

Frank Lampard var fyrirliði Chelsea í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á FC Nordsjaelland í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Lampard lagði upp fyrsta markið en þrjú síðustu mörkin komu ekki fyrr en í lok leiksins.

Sir Alex hrósaði bæði Van Persie og Rooney fyrir sigurmarkið

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki sáttur með markið sem United fékk á sig í Rúmeníu í kvöld en gat glaðst yfir því að liðið kom til baka og vann 2-1 sigur. Ferguson hrósaði bæði Robin van Persie og Wayne Rooney fyrir samvinnu þeirra í sigurmarkinu.

Van Persie: Við Rooney gerðum þetta saman í kvöld

Robin van Persie skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á Cluj í Rúmeníu. United hefur fullt hús eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar þrátt fyrir að hafa ekki verið alltof sannfærandi í leikjunum.

Rooney lagði upp tvö mörk fyrir Van Persie í sigri á Cluj

Robin van Persie og Wayne Rooney voru í fyrsta sinn saman í byrjunarliði Manchester United í kvöld þegar liðið vann 2-1 sigur á CFR Cluj í Rúmeníu. Rúmenarnir komust yfir í leiknum en van Persie skoraði tvisvar eftir sendingar frá Rooney og tryggði United góðan útisigur.

Messi lagði upp bæði mörk Barca | Puyol meiddist illa

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þegar liðið sótti sigur til Lissabon í kvöld. Barcelona vann þá 2-0 sigur á heimamönnum í Benfica þar sem Lionel Messi lagði upp bæði mörkin.

Mata með tvö mörk í Kaupmannahöfn og Chelsea vann 4-0

Evrópumeistarar Chelsea unnu sinn fyrsta sigur í titilvörninni þegar þeir sóttu þrjú stig til Kaupmannahafnar í kvöld. Chelsea vann þar 4-0 sigur á Nordsjælland en enska liðið hafði gert 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Juventus í fyrstu umferðinni.

Meistaradeildin á sviðið í kvöld | Dagskráin á sportstöðvunum

Það verður nóg af leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld og eins og vanalega er þeim gerð mjög góð skil á sportstöðvum Stöðvar 2. Þrír leikir verða sýndir beint í kvöld og Þorsteinn J. fer síðan yfir alla öll helstu atvikin í leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum.

Skemmtilegt sigurmyndband frá Völsungi

Völsungur frá Húsavík kom skemmtilega á óvart með því að vinna 2. deildina í sumar en frammistaða liðsins innan sem utan vallar vakti mikla athygli. Það var ekki bara að leikmenn liðsins stæðu sig frábærlega á vellinum því umgjörðin í kringum liðið var einnig frábær.

Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku

Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Shelvey bað Ferguson afsökunar

Jonjo Shelvey, leikmaður Liverpool, hefur greint frá því að hann hafi beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, afsökunar á því að hafa rifið kjaft við hann í leik liðanna á dögunum.

KSÍ vildi ekki að Heimir tæki við Stjörnunni

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í viðtali í Boltanum í morgun að KSÍ hafi sett sig upp á móti því að Heimir Hallgrímsson tæki við þjálfarastarfinu hjá félaginu. Heimir er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir