Fleiri fréttir

Tottenham sagt hafa áhuga á Gylfa

Samkvæmt enska fjölmiðlinum Daily Express þá hefur Tottenham áhuga á því að semja við íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Spánverjar í undanúrslit - myndir

Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum EM er þeir unnu sannfærandi 2-0 sigur á slökum Frökkum sem náðu sér aldrei á strik.

Þjálfari Spánverja hrósaði Alonso

Spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso hélt upp á 100. landsleikinn sinn með stæl í kvöld er hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Spánverja á Frökkum í átta liða úrslitum EM.

Laudrup farinn að leita að arftaka Gylfa

Michael Laudrup, stjóri Swansea, virðist vera búinn að sætta sig við að missa Gylfa Þór Sigurðsson frá félaginu því hann er þegar farinn að leita að arftaka hans hjá Swansea.

Xavi bætti sendingamet Zidane

Miðjumaður spænska landsliðsins, Xavi, er ótrúlegur leikmaður og hann setti magnað met á EM í kvöld. Hann fær að minnsta kosti einn leik í viðbót til þess að bæta við metið.

Forseti Barcelona vildi selja stjörnur liðsins

Sandro Rosell, forseti Barcelona, og Joan Laporta, fyrrum forseti félagsins, hafa verið duglegir að rífast á síðum spænsku blaðanna síðustu mánuði og sér ekki fyrir endann á því rifrildi.

Portúgalar eiga von á sekt frá UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur hafið rannsókn á hegðun portúgalskra stuðningsmanna í leiknum gegn Tékkum. Portúgalar gætu átt von á sekt frá UEFA vegna stuðningsmannanna.

Markalaust á Ísafirði

BÍ/Bolungarvík og Haukar skildu jöfn í markalausum leik á Ísafirði í dag. Þrátt fyrir ágæt tilþrif tókst hvorugu liðinu að skora. Heimamenn þó ívið sterkari.

Badstuber vill frekar fá England en Ítalíu

Þýski varnarmaðurinn Holger Badstuber segir að það henti þýska landsliðinu betur að spila gegn Englandi en Ítalíu. Þess vegna vonast hann eftir enskum sigri er liðin mætast.

Nasri hugsanlega á bekknum í kvöld

Svo gæti farið að Samir Nasri missi sæti sitt í byrjunarliði franska landsliðsins í kvöld gegn Spánverjum þar sem hann lenti í útistöðum við annan leikmann franska liðsins.

Xabi sá um Frakka | Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum

Evrópumeistarar Spánverja eru komnir í undanúrslit EM eftir 2-0 sigur á Frökkum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Spánar á Frökkum í stórmóti frá upphafi. Spánverjar munu mæta grönnum sínum frá Portúgal í undanúrslitum.

Tapið gegn Chelsea situr enn í Messi

Argentínumaðurinn ótrúlegi, Lionel Messi, segist enn eiga mikið eftir ólært í knattspyrnufræðunum og að hann eigi enn eftir að ná sína allra besta fram.

Johnson: Gerrard betri með fyrirliðabandið

Glen Johnson, bakvörður enska landsliðsins og Liverpool, segir að það fari Steven Gerrard afar vel að vera fyrirliði enska landsliðsins og það hafi gert hann sterkari.

Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli | Fyrsti sigur Leiknis

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld og Víkingsliðin töpuðu bæði stigum á heimavelli. Reykjavíkur-Víkingar náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli á móti Hetti með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma og Leiknismenn fóru til Ólafsvíkur og unnu sinn fyrsta sigur í sumar.

Joachim Löw: Klassaframmistaða hjá liðinu

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, var ánægður eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Þjóðverjar mæta annaðhvort Ítalíu eða Englandi í undanúrslitunum í næstu viku.

Tíunda skallamark Klose á stórmóti

Miroslav Klose fékk tækifæri í byrjunarliði Þjóðverja á móti Grikkjum í átta liða úrslitum EM í kvöld og skoraði eitt markanna í sannfærandi 4-2 sigri. Klose hefur skoraði 64 mörk fyrir þýska landsliðið og var þarna að skora sitt 17. mark á stórmóti.

Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sannfærandi sigri á Grikkjum

Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira.

Baros leggur landsliðsskóna á hilluna

Tékkneski framherjinn, Milan Baros, tilkynnti eftir tap Tékka gegn Portúgal á EM í gær að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna. Baros, sem eitt sinn lék með Liverpool, er þó aðeins þrítugur að aldri en búinn að spila marga landsleiki.

Hodgson ætlar ekki að biðja Capello um aðstoð

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir ekkert óeðlilegt við það að fólk beri hann og Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara, saman. Hodgson segir ekki koma til greina að biðja um ráð frá Capello fyrir leikinn gegn Ítalíu í átta liða úrslitum EM.

Mancini biður Balotelli um að haga sér almennilega

Þó svo Roberto Mancini, stjóri Man. City, sé í fríi frá Mario Balotelli þá er hann ekki hættur að skipta sér af málum leikmannsins. Hann hefur nú beðið Balotelli um að haga sér almennilega með landsliðinu.

Postiga spilar ekki undanúrslitaleikinn

Framherjinn Helder Postiga verður ekki með portúgalska landsliðinu í undanúrslitum EM. Postiga meiddist í leiknum gegn Tékkum í gær og verður ekki klár í slaginn.

Capello: England mun ekki komast í úrslitaleikinn

Það verður eflaust sérstakt fyrir Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara Englands, að fylgjast með leik fyrrum lærisveina hans gegn heimalandinu, Ítalíu, í átta liða úrslitum EM.

Moyes hefur ekki heyrt frá Tottenham

David Moyes, stjóri Everton, er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við stjórastöðuna hjá Tottenham. Spurs er enn í stjóraleit eftir að hafa rekið Harry Redknapp á d0gunum.

Hart og Balotelli grínast ekki fyrir leik

Joe Hart, markvörður enska landsliðsins og Man. City, segir að vinskapur hans og Mario Balotelli, framherja ítalska landsliðsins og Man. City, hafi verið lagður á hilluna á bili.

Björn Bergmann gæti fært ÍA 50 milljónir króna

Knattspyrnudeild ÍA væntir þess að fá á bilinu 12-14 milljónir króna í sinn hlut, verði af sölunni á Birni Bergmann Sigurðarsyni frá norska liðinu Lilleström til Wolves á Englandi.

Portúgalar í undanúrslit EM í fjórða sinn - myndir

Cristiano Ronaldo tryggði Portúgal í kvöld sæti í undanúrslitum Evrópumótsins þegar hann skoraði eina markið í leik liðsins á móti Tékklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Póllandi og Úkraínu.

Zlatan fær tíuna hjá AC Milan á næsta tímabili

Zlatan Ibrahimovic fær treyju númer tíu hjá AC Milan á næsta tímabili en þetta kom í ljós á kveðjublaðamannafundi Clarence Seedorf í dag. Seedorf hefur verið í tíunni hjá AC Milan undanfarin ár en hollenski miðjumaðurinn tilkynnti í dag að hann væri á förum eftir heilan áratug hjá ítalska félaginu.

Joe Hart: Við ætlum að vinna EM

Joe Hart, markvörður enska landsliðsins, er ekkert að skafa af því þegar hann var spurður út í markmið enska liðsins á EM í fótbolta. Hann segir að enska liðið ætli sér að fara alla leið og vinna titilinn.

KA vann Þór og Fjölnismenn fóru á toppinn

Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og stórleikur kvöldsins var nágrannaslagur Akureyrarliðanna KA og Þórs. KA vann þar dramatískan 3-2 sigur á nágrönnunum sínum en Þórsliðið missti fyrir vikið toppsætið til Fjölnismanna sem unnu á sama tíma 2-0 sigur á Tindastól.

Bonucci: Englendingar spila eins og Ítalir

Leonardo Bonucci, miðvörður Ítala og sá sem róaði niður Mario Balotelli í sigrinum á Írum, telur að enska landsliðið ætli að nota ítalska leikaðferð þegar þjóðirnar mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins á sunnudaginn.

Cristiano Ronaldo: Núna brosa allir í liðinu

Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Tékklandi í átta liða úrslitum á EM í fótbolta. Ronaldo skapaði sér fjölda færa í leiknum en skoraði sigurmarkið með skalla ellefu mínútum fyrir leikslok.

Enginn Portúgali í leikbanni í undanúrslitunum

Portúgalar glöddust ekki bara yfir því að vera komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir 1-0 sigur á Tékklandi í átta liða úrslitunum í kvöld því enginn leikmaður liðsins verður í banni í næsta leik á móti annaðhvort Spáni eða Frakklandi.

Sjá næstu 50 fréttir