Fótbolti

Hart og Balotelli grínast ekki fyrir leik

Joe Hart, markvörður enska landsliðsins og Man. City, segir að vinskapur hans og Mario Balotelli, framherja ítalska landsliðsins og Man. City, hafi verið lagður á hilluna á bili.

Þeir félagar hafa verið í sambandi síðan það varð ljóst að England og Ítalía spili í átta liða úrslitum EM en þeir eru ekkert að grínast þessa dagana.

"Við erum vanir að grínast mikið en nú eru menn alvarlegir. Þetta skiptir miklu máli og við berum virðingu fyrir hvor öðrum," sagði Hart.

"Fólk hefur mikinn áhuga á Mario því hann er sérstakur. Mario veit það og sættir sig við það. Hann er með breitt bak og ég veit að hann tekur hlutina ekki inn á sig. Menn mega halda áfram að skrifa um hann en hann tekur það ekki inn á sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×