Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sannfærandi sigri á Grikkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2012 18:15 Mynd/AFP Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira. Þjóðverjar mæta annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum en þær þjóðir mætast í átta liða úrslitunum á sunnudagskvöldið. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í þessum leik en urðu fyrir smá áfalli þegar Grikkjum tókst að jafna gegn gangi leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum á þrettán mínútum og unnu að lokum mjög öruggan og sannfærandi sigur. Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, ákvað að hvíla stórstjörnurnar Lukas Podolski, Thomas Müller og Mario Gomez í leiknum en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk ásamt Króatanum Mario Mandzukic, Rússanum Alan Dzagoev og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.Miroslav Klose, Andre Schurrle og Marco Reus byrjuðu því í fremstu víglínu Þjóðverja. Miroslav Klose setti boltann í markið eftir fjórar mínútur þegar hann fylgdi eftir skoti Sami Khedira en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þjóðverjar voru með öll völd á vellinum frá byrjun og um miðjan hálfleikinn fengu þeir þrjú góð færi á stuttum tíma þar sem Marco Reus var í aðalhlutverki í öll skiptin. Markið lét þó bíða aðeins eftir sér. Andre Schurrle og Sami Khedira voru líka búnir að fá færi þegar fyrirliðinn Philipp Lahm kom þýska liðinu í 1-0 á 39. mínútu með frábæru langskoti af 22 metra færi. Þjóðverjar héldu áfram stórsókn sinni eftir markið en Grikkir héldu út fram í hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en urðu síðan fyrir smá áfalli á 55. mínútu þegar Georgios Samaras jafnaði leikinn fyrir Grikki eftir skyndisókn og sendingu frá Dimitrios Salpingidis. Þýska liðið tók sér þó ekki langan tíma að komast aftur yfir í leiknum því Sami Khedira skoraði á 61. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jérome Boateng. Miroslav Klose fór síðan langt með að tryggja Þjóðverjum sigurinn þegar hann skoraði með skalla á 68. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mesut Özil. Þetta var 64. mark Klose fyrir þýska landsliðið. Marco Reus fékk tækifærið í byrjunarliðinu og átti mjög flottan leik. Hann kórónaði leikinn sinn með því að koma þýska liðinu í 4-1 á 74. mínútu þegar hann fylgdi á eftir, með glæsilegu skoti í slánna og inn, eftir að Michail Sifakis varði frá Miroslav Klose. Grikkirnir náðu að minnka muninn mínútu fyrir leikslok þegar Jérome Boateng fékk dæmda á sig hendi í teignum og Dimitrios Salpingidis skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira. Þjóðverjar mæta annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum en þær þjóðir mætast í átta liða úrslitunum á sunnudagskvöldið. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í þessum leik en urðu fyrir smá áfalli þegar Grikkjum tókst að jafna gegn gangi leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum á þrettán mínútum og unnu að lokum mjög öruggan og sannfærandi sigur. Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, ákvað að hvíla stórstjörnurnar Lukas Podolski, Thomas Müller og Mario Gomez í leiknum en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk ásamt Króatanum Mario Mandzukic, Rússanum Alan Dzagoev og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.Miroslav Klose, Andre Schurrle og Marco Reus byrjuðu því í fremstu víglínu Þjóðverja. Miroslav Klose setti boltann í markið eftir fjórar mínútur þegar hann fylgdi eftir skoti Sami Khedira en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þjóðverjar voru með öll völd á vellinum frá byrjun og um miðjan hálfleikinn fengu þeir þrjú góð færi á stuttum tíma þar sem Marco Reus var í aðalhlutverki í öll skiptin. Markið lét þó bíða aðeins eftir sér. Andre Schurrle og Sami Khedira voru líka búnir að fá færi þegar fyrirliðinn Philipp Lahm kom þýska liðinu í 1-0 á 39. mínútu með frábæru langskoti af 22 metra færi. Þjóðverjar héldu áfram stórsókn sinni eftir markið en Grikkir héldu út fram í hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en urðu síðan fyrir smá áfalli á 55. mínútu þegar Georgios Samaras jafnaði leikinn fyrir Grikki eftir skyndisókn og sendingu frá Dimitrios Salpingidis. Þýska liðið tók sér þó ekki langan tíma að komast aftur yfir í leiknum því Sami Khedira skoraði á 61. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jérome Boateng. Miroslav Klose fór síðan langt með að tryggja Þjóðverjum sigurinn þegar hann skoraði með skalla á 68. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mesut Özil. Þetta var 64. mark Klose fyrir þýska landsliðið. Marco Reus fékk tækifærið í byrjunarliðinu og átti mjög flottan leik. Hann kórónaði leikinn sinn með því að koma þýska liðinu í 4-1 á 74. mínútu þegar hann fylgdi á eftir, með glæsilegu skoti í slánna og inn, eftir að Michail Sifakis varði frá Miroslav Klose. Grikkirnir náðu að minnka muninn mínútu fyrir leikslok þegar Jérome Boateng fékk dæmda á sig hendi í teignum og Dimitrios Salpingidis skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.
Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Í beinni: England - Wales | Nágrannaslagur í lokaleiknum Í beinni: Frakkland - Holland | Frakkar vilja fara með fullt hús áfram Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Sjá meira