Þjóðverjar skoruðu fjögur mörk í sannfærandi sigri á Grikkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2012 18:15 Mynd/AFP Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira. Þjóðverjar mæta annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum en þær þjóðir mætast í átta liða úrslitunum á sunnudagskvöldið. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í þessum leik en urðu fyrir smá áfalli þegar Grikkjum tókst að jafna gegn gangi leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum á þrettán mínútum og unnu að lokum mjög öruggan og sannfærandi sigur. Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, ákvað að hvíla stórstjörnurnar Lukas Podolski, Thomas Müller og Mario Gomez í leiknum en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk ásamt Króatanum Mario Mandzukic, Rússanum Alan Dzagoev og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.Miroslav Klose, Andre Schurrle og Marco Reus byrjuðu því í fremstu víglínu Þjóðverja. Miroslav Klose setti boltann í markið eftir fjórar mínútur þegar hann fylgdi eftir skoti Sami Khedira en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þjóðverjar voru með öll völd á vellinum frá byrjun og um miðjan hálfleikinn fengu þeir þrjú góð færi á stuttum tíma þar sem Marco Reus var í aðalhlutverki í öll skiptin. Markið lét þó bíða aðeins eftir sér. Andre Schurrle og Sami Khedira voru líka búnir að fá færi þegar fyrirliðinn Philipp Lahm kom þýska liðinu í 1-0 á 39. mínútu með frábæru langskoti af 22 metra færi. Þjóðverjar héldu áfram stórsókn sinni eftir markið en Grikkir héldu út fram í hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en urðu síðan fyrir smá áfalli á 55. mínútu þegar Georgios Samaras jafnaði leikinn fyrir Grikki eftir skyndisókn og sendingu frá Dimitrios Salpingidis. Þýska liðið tók sér þó ekki langan tíma að komast aftur yfir í leiknum því Sami Khedira skoraði á 61. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jérome Boateng. Miroslav Klose fór síðan langt með að tryggja Þjóðverjum sigurinn þegar hann skoraði með skalla á 68. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mesut Özil. Þetta var 64. mark Klose fyrir þýska landsliðið. Marco Reus fékk tækifærið í byrjunarliðinu og átti mjög flottan leik. Hann kórónaði leikinn sinn með því að koma þýska liðinu í 4-1 á 74. mínútu þegar hann fylgdi á eftir, með glæsilegu skoti í slánna og inn, eftir að Michail Sifakis varði frá Miroslav Klose. Grikkirnir náðu að minnka muninn mínútu fyrir leikslok þegar Jérome Boateng fékk dæmda á sig hendi í teignum og Dimitrios Salpingidis skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á EM í fótbolta eftir sannfærandi 4-2 sigur á Grikkjum í átta liða úrslitum í kvöld. Joachim Löw, þjálfari þýska liðsins, skipti um sóknarlínu hjá þýska liðinu og tveir af nýju framherjunum. Miroslav Klose og Marco Reus, skoruðu í leiknum. Hin mörkin gerðu fyrirliðinn Philipp Lahm og miðjumaðurinn Sami Khedira. Þjóðverjar mæta annaðhvort Englandi eða Ítalíu í undanúrslitunum en þær þjóðir mætast í átta liða úrslitunum á sunnudagskvöldið. Þjóðverjar höfðu mikla yfirburði í þessum leik en urðu fyrir smá áfalli þegar Grikkjum tókst að jafna gegn gangi leiksins eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Þjóðverjar svöruðu með tveimur mörkum á þrettán mínútum og unnu að lokum mjög öruggan og sannfærandi sigur. Joachim Löw, þjálfari Þjóðverja, ákvað að hvíla stórstjörnurnar Lukas Podolski, Thomas Müller og Mario Gomez í leiknum en sá síðastnefndi er markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk ásamt Króatanum Mario Mandzukic, Rússanum Alan Dzagoev og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.Miroslav Klose, Andre Schurrle og Marco Reus byrjuðu því í fremstu víglínu Þjóðverja. Miroslav Klose setti boltann í markið eftir fjórar mínútur þegar hann fylgdi eftir skoti Sami Khedira en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þjóðverjar voru með öll völd á vellinum frá byrjun og um miðjan hálfleikinn fengu þeir þrjú góð færi á stuttum tíma þar sem Marco Reus var í aðalhlutverki í öll skiptin. Markið lét þó bíða aðeins eftir sér. Andre Schurrle og Sami Khedira voru líka búnir að fá færi þegar fyrirliðinn Philipp Lahm kom þýska liðinu í 1-0 á 39. mínútu með frábæru langskoti af 22 metra færi. Þjóðverjar héldu áfram stórsókn sinni eftir markið en Grikkir héldu út fram í hálfleik. Þjóðverjar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti en urðu síðan fyrir smá áfalli á 55. mínútu þegar Georgios Samaras jafnaði leikinn fyrir Grikki eftir skyndisókn og sendingu frá Dimitrios Salpingidis. Þýska liðið tók sér þó ekki langan tíma að komast aftur yfir í leiknum því Sami Khedira skoraði á 61. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jérome Boateng. Miroslav Klose fór síðan langt með að tryggja Þjóðverjum sigurinn þegar hann skoraði með skalla á 68. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mesut Özil. Þetta var 64. mark Klose fyrir þýska landsliðið. Marco Reus fékk tækifærið í byrjunarliðinu og átti mjög flottan leik. Hann kórónaði leikinn sinn með því að koma þýska liðinu í 4-1 á 74. mínútu þegar hann fylgdi á eftir, með glæsilegu skoti í slánna og inn, eftir að Michail Sifakis varði frá Miroslav Klose. Grikkirnir náðu að minnka muninn mínútu fyrir leikslok þegar Jérome Boateng fékk dæmda á sig hendi í teignum og Dimitrios Salpingidis skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.
Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira