Fótbolti

Hetja Spánverja í kvöld: Við óttumst ekki Ronaldo

Xabi fagnar í kvöld.
Xabi fagnar í kvöld.
Xabi Alonso er ekki mesti markaskorarinn í spænska landsliðinu en hann sá einn um markaskorunina í kvöld er Spánverjar köstuðu Frökkum út úr Evrópumeistaramótinu.

Alonso, sem var að spila sinn 100. landsleik, skoraði mark með skalla og svo úr vítaspyrnu í 2-0 sigri.

"Liðið var ótrúlegt og ég er persónulega mjög ánægður með mörkin tvö," sagði brosmildur Alonso en Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum keppninnar.

"Við sköpuðum ekki mörg færi en við stýrðum leiknum algjörlega. Mikilvægasta skrefið er alltaf það næsta. Við þekkjum Ronaldo en erum ekki hræddir við hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×