Fótbolti

Badstuber vill frekar fá England en Ítalíu

Holger Badstuber.
Holger Badstuber.
Þýski varnarmaðurinn Holger Badstuber segir að það henti þýska landsliðinu betur að spila gegn Englandi en Ítalíu. Þess vegna vonast hann eftir enskum sigri er liðin mætast.

"Þeir henta okkur einfaldlega betur. Þess vegna vil ég mæta Englendingum," sagði Badstuber en leikur Þýskalands og annað hvort Englands eða Ítalíu fer fram næsta fimmtudag.

Þjóðverjar hafa verið á miklu skriði á EM og unnu öruggan 4-2 sigur á Grikkjum í gær.

Leikur Englands og Ítalíu fer fram annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×