Fótbolti

Hodgson ekki búinn að velja vítaskyttur

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, vonast til þess að leikurinn gegn Ítalíu í átta liða úrslitum EM fari ekki í vítaspyrnukeppni.

Englendingar hafa engu að síður verið að æfa vítaspyrnur en Hodgson er samt ekki klár með lista yfir þá sem eiga að taka víti ef á þarf að halda.

"Ég er ekki búinn að ákveða það hverjir myndu taka víti þannig að það þýðir ekkert fyrir ykkur að pæla í því. Ég veit ekki hvort það verður vítaspyrnukeppni né hverjir verða inn á vellinum eftir 120 mínútur," sagði Hodgson við fjölmiðlamenn.

"Ég er bjartsýnismaður og býst ekki við því að leikurinn endi í vítaspyrnukeppni. Ég vonast til þess að við vinnum leikinn á 90 mínútum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×