Fótbolti

Hodgson ætlar ekki að biðja Capello um aðstoð

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir ekkert óeðlilegt við það að fólk beri hann og Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfara, saman. Hodgson segir ekki koma til greina að biðja um ráð frá Capello fyrir leikinn gegn Ítalíu í átta liða úrslitum EM.

Hodgson þekkir sjálfur vel til á Ítalíu en hann þjálfaði Inter frá 1995 til 1997 og svo aftur árið 1999. Hann var einnig þjálfari Udinese árið 2001.

"Ég mun ekki biðja neinn sérstakan um aðstoð fyrir þennan leik. Mitt þjálfarateymi mun vinna sína vanalegu vinnu. Ef við vinnum vinnuna okkar vel er allt hægt," sagði Hodgson.

"Það var Capello sem kom liðinu á þetta mót og eðlilega mun fólk bera okkur saman. Ég efast ekkert um að hann er enn svekktur yfir því að vera ekki hér með liðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×