Fótbolti

Lahm: Við gerðum okkur þetta óþarflega erfitt fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Philipp Lahm.
Philipp Lahm. Mynd/AFP
Philipp Lahm, fyrirliði Þjóðverja, kom sínum mönnum á bragðið með því að skora fyrsta markið í 4-2 sigri á Grikkjum í átta liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld.

„Við gerðum okkur þetta óþarflega erfitt fyrir því við fengum frábær færi til að komast yfir á fyrstu fimmtán mínútunum," sagði Philipp Lahm sem kom Þýskalandi í 1-0 á 39. mínútu.

„Við náðum síðan forystunni en gáfum hana frá okkur. Við spiluðum of hægt á köflum í leiknum og gerðum of mikið af einföldum mistökum. Það mikilvægast er þó að við erum komnir í undanúrslitin," sagði Lahm.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og spilum mjög vel í sókninni. Við getum verið mjög ánægðir með þennan sigur," sagði Lahm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×