Fótbolti

Nasri hugsanlega á bekknum í kvöld

Samir Nasri.
Samir Nasri.
Svo gæti farið að Samir Nasri missi sæti sitt í byrjunarliði franska landsliðsins í kvöld gegn Spánverjum þar sem hann lenti í útistöðum við annan leikmann franska liðsins.

Órói hefur verið í herbúðum franska liðsins upp á síðkastið og hefur leikmönnum verið að lenda saman.

Síðasta sem Frakkar vilja er að mótið leysist upp í sömu vitleysu og á HM fyrir tveim árum síðan.

Laurent Blanc hefur staðið sig vel í því að byggja upp nýtt lið þar sem menn komast ekki upp með neitt múður.

Þess vegna er hann að íhuga að henda Nasri á bekkinn. Það myndi senda út skýr skilaboð um að hann sætti sig ekki við menn sem geta ekki hagað sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×