Fótbolti

Johnson: Gerrard betri með fyrirliðabandið

Glen Johnson, bakvörður enska landsliðsins og Liverpool, segir að það fari Steven Gerrard afar vel að vera fyrirliði enska landsliðsins og það hafi gert hann sterkari.

Gerrard hefur verið langbesti leikmaður enska landsliðsins á EM og farið fyrir liðinu eins og alvöru fyrirliði.

"Stevie hefur verið frábær leikmaður í mörg ár. Þegar hann fékk fyrirliðabandið held ég að hann hafi talið sig þurfa að gera enn betur og hann hefur gert það manna best á þessu móti," sagði Johnson um félaga sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×