Fótbolti

Tíunda skallamark Klose á stórmóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Miroslav Klose skorar markið sitt í kvöld.
Miroslav Klose skorar markið sitt í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Miroslav Klose fékk tækifæri í byrjunarliði Þjóðverja á móti Grikkjum í átta liða úrslitum EM í kvöld og skoraði eitt markanna í sannfærandi 4-2 sigri. Klose hefur skoraði 64 mörk fyrir þýska landsliðið og var þarna að skora sitt 17. mark á stórmóti.

Miroslav Klose byrjaði á varamannabekknum í fyrstu þremur leikjum en fékk nokkuð óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í kvöld þar sem þjálfarinn Joachim Löw ákvað að hvíla Mario Gomez í leiknum þrátt fyrir að hann sé er markahæsti leikmaður keppninnar með þrjú mörk ásamt Króatanum Mario Mandzukic, Rússanum Alan Dzagoev og Cristiano Ronaldo frá Portúgal.

Klose skoraði markið sitt með skalla á 69. mínútu eftir fyrirgjöf frá Mesut Özil en þetta var tíunda skallamark hans á stórmóti. Hann hefur skorað öll þrjú mörk sín í úrslitakeppni EM með skalla.

Klose hefur skorað landsliðsmörkin 64 í 120 landsleikjum en hann vantar nú aðeins fjögur mörk til að jafna markamet Gerd Müller.

Mörk Miroslav Klose á stórmótum:

EM 2012 - 4 leikir - 1 mark (1 skallamark)

HM 2010 - 5 leikir - 4 mörk (1 skallamark)

EM 2008 - 6 leikir - 2 mörk (2 skallamörk)

HM 2006 - 7 leikir - 5 mörk (1 skallamark)

EM 2004 - 2 leikir - 0 mörk

HM 2002 - 7 leikir - 5 mörk (5 skallamörk)

Samtals

Á HM - 19 leikir - 14 mörk (7 skallamörk)

Á EM - 12 leikir - 3 mörk (3 skallamörk)

Á stórmótum - 31 leikur - 17 mörk (10 skallamörk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×