Fótbolti

Hodgson segir Terry hafa sýnt að rétt var að taka hann með á EM

Terry bjargar hér gegn Úkraínu. Boltinn fór yfri línuna en ekkert mark var dæmt.
Terry bjargar hér gegn Úkraínu. Boltinn fór yfri línuna en ekkert mark var dæmt.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, þurfti að taka erfiða og umdeilda ákvörðun fyrir EM er hann varð að ákveða hvort hann tæki John Terry eða Rio Ferdinand með á EM. Hodgson valdi Terry.

Þjálfarinn segir að Terry hafi með frammistöðu sinni á mótinu réttlætt þá ákvörðun hans að velja Terry.

Varnarmennirnir gátu ekki hugsað sér að vera saman á EM en Terry hefur verið kærður fyrir kynþáttaníð í garð bróður Rios, Anton.

"Terry kom í góðu formi á EM og heldur áfram að spila vel. Það hefur verið gaman að fylgjast með góðu samstarfi hans og Joleon Lescott," sagði Hodgson.

"Auðvitað er vont að Gary Cahill sé meiddur en það hefur skipt miklu máli fyrir okkur að Terry og Lescott hafi náð vel saman."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×