Fótbolti

Postiga spilar ekki undanúrslitaleikinn

Postiga er hér borinn af velli í gær.
Postiga er hér borinn af velli í gær.
Framherjinn Helder Postiga verður ekki með portúgalska landsliðinu í undanúrslitum EM. Postiga meiddist í leiknum gegn Tékkum í gær og verður ekki klár í slaginn.

Postiga var borinn af velli á 39. mínútu og læknir liðsins hefur staðfest að enginn möguleiki sé á því að hann geti spilað undanúrslitaleikinn.

Hugo Almeida mun líklegast taka stöðu hans í liðinu í leiknum sem verður annað hvort gegn Spáni eða Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×