Fótbolti

Tölfræðirannsókn: Ísland á enga möguleika á að komast á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kort Castrol af Evrópu og líkum hverrar þjóðar að komast áfram.
Kort Castrol af Evrópu og líkum hverrar þjóðar að komast áfram. Mynd/www.castrolfootball.com
Íslenska karlalandsliðið á enga möguleika á að komast í úrslitakeppni EM 2012 sem fram fer í Póllandi og Úkraínu ef marka má tölfræðirannsókn olíufyrirtækisins Castrols. Ísland er ein af fjórtán þjóðum undankeppninnar þar sem líkurnar eru engar.

Starfsmenn Castrols notuðu sama líkindareikning til þess að finna út hvaða þjóðir eru líklegastar til að komast í úrslitakeppnina og þeir nota við olíuleit sína og er því um margprófaðan og vandaðan líkindareikning að ræða.

Castrol lagði mikinn metnað í útreikninginn, mat frammistöðu leikmanna og liða út frá varnar- og sóknarleik og lét tölvu sína síðan reikna út úrslitin úr riðlinum 50 þúsund sinnum. Eftir allan þennan útreikning fengust líkur hjá hverri þjóð að komast áfram.

Ísland er í hópi með Kasakhstan, Aserbaídsjan, Andorra, Armeníu, Færeyjum, Eistlandi, Lúxemborg, San Marínó, Moldavíu, Möltu, Georgíu, Liechtenstein og Kýpur en allar þessa knattspyrnuþjóðir eiga samkvæmt Castrol enga möguleika á að komast á EM.

Það er hinsvegar nánast öruggt að Holland (98%), Þýskaland (97%), England (96%) og Spánn (96%) komist upp úr sínum riðlil.

Það má finna frétt um tölfræðirannsóknina á heimasíðu Castol eða hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×