Fótbolti

Riise: Lentum í erfiðum riðli

Elvar Geir Magnússon skrifar

John Arne Riise, leikmaður Roma og norska landsliðsins, segir að Noregur eigi erfitt verkefni fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins.

„Ég hlakka til að keppa þessa stóra leiki. Við verðum að eiga okkar besta dag til að ná að leggja lið eins og Portúgal og Danmörku. En Ísland og Kýpur eru líka andstæðingar sem má ekki vanmeta. Við lentum í erfiðum riðli," sagði Riise.

Morten Gamst Pedersen tekur í sama streng. „Þetta verður mjög erfitt. Portúgal hefur magnað lið og flestir telja að þeir ættu að vinna þennan riðil án teljandi erfiðleika," sagði Morten Gamst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×