Fótbolti

Capello: Terry enn afar mikilvægur liðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að John Terry sé enn lykilmaður í enska landsliðinu þó svo hann sé ekki fyrirliði liðsins lengur.

Sögusagnir voru um að Capello ætlaði jafnvel að henda Terry úr landsliðinu en þjálfarinn segir ekkert hæft í slíkum sögum.

„Þessu máli er bara lokið núna og tími til að horfa fram á veginn," sagði Capello eftir dráttinn fyrir EM í gær.

„John Terry er enn mikilvægur leikmaður í enska landsliðinu. Einn af mikilvægustu leikmönnum liðsins."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×