Fótbolti

Robinho skoraði í fyrsta leik með Santos - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Robinho lék um helgina sinn fyrsta leik fyrir Santos en hann verður lánsmaður hjá félaginu næstu sex mánuði.

Robinho byrjaði leikinn gegn Sao Paulo á bekknum en kom af bekknum þegar hálftími lifði leiks. Þá var staðan 1-0 fyrir Santos.

Sao Paulo jafnaði leikinn en Robinho skoraði sigurmarkið einum fimm mínútum fyrir leikslok með laglegri hælspyrnu.

Draumabyrjun hjá honum og var leikmanninum að vonum vel fagnað.

Myndband af markinu, sem er magnað, má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×