Fótbolti

Carrick: Rio verður frábær fyrirliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Michael Carrick, miðjumaður Man. Utd og enska landsliðsins, segir að félagi sinn, Rio Ferdinand, eigi eftir að standa sig mjög vel sem fyrirliði enska landsliðsins.

„Rio er mikill leiðtogi og frábær fyrirliði. Þess utan heimsklassaleikmaður," sagði Carrick um félaga sinn sem hefur stundum borið fyrirliðabandið hjá Man. Utd.

„Hann hefur verið fyrirliði í úrslitum Meistaradeildarinnar og unnið. Það mun ekki há honum neitt að fá þá ábyrgð að bera fyrirliðabandið. Leikmenn bera virðingu fyrir Rio og það skiptir miklu máli. Þess vegna á hann eftir að standa sig vel."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×