Fleiri fréttir

Crouch gæti farið til Tottenham

Lundúnaliðin Tottenham og Fulham hafa áhuga á sóknarmanninum Peter Crouch hjá Portsmouth. Crouch virtist vera á leið til Sunderland þegar snuðra hjóp á þráðinn.

Mikilvægt tímabil framundan hjá Foster

„Ég hef sagt það áður og segi það enn, hann verður markvörður Englands," segir Sir Alex Ferguson um Ben Foster, markvörð sinn hjá Manchester United.

Nýr heimavöllur Þórs vígður með stórleik í kvöld

Það verður hart barist á íþróttasvæði Þórs á Akureyri í kvöld þegar KA kemur í heimsókn. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þórs á nýjum og glæsilegum heimavelli sem var notaður fyrir landsmótið á dögunum.

FH ætlar að leiðrétta slysið

Íslandsmeistarar FH leika síðari leik sinn gegn Aktobe í Kasakstan í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Vonir Hafnarfjarðarliðsins um að komast áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eru litlar sem engar eftir 0-4 tap í Kaplakrika í síðustu viku.

Sven-Göran: Einstakt tækifæri

Svíinn Sven-Göran Eriksson er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá enska 3. deildarliðinu Notts County. Eriksson er fyrrum þjálfari enska landsliðsins.

Landsleikur gegn Suður-Afríku í október

Frágengið er að íslenska landsliðið muni leika vináttulandsleik við Suður-Afríku á Laugardalsvelli þann 13. október. Frá þessu er greint á vefsíðu KSÍ.

Mourinho þurfti að játa sig sigraðan gegn Chelsea

Didier Drogba og Frank Lampard skoruðu mörk Chelsea sem vann 2-0 sigur á Inter í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Inter hefur ekki náð sigri í neinum af þremur leikjum sínum í ferðinni.

Stabæk komið áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar

KF Tirana frá Albaníu var engin fyrirstaða fyrir Noregsmeistara Stabæk í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Stabæk vann 4-0 og samanlagt 5-1 og er því komið í þriðju umferðina.

Hleb óviss með framtíð sína hjá Barcelona

Hvítrússinn Alexander Hleb hjá Barcelona var á dögunum sterklega orðaður við Ítalíumeistara Inter ýmist á láni eða sem hluti af félagsskiptum annað hvort Maxwell eða Zlatan Ibrahimovic til Barcelona.

Köln vill Elano lánaðan

Þýska liðið Köln ætlar að leggja fram lánstilboð í brasilíska landsliðsmanninn Elano hjá Manchester City. Elano átti ekki fast sæti í liði City á síðustu leiktíð og má reikna með því að hann muni eiga erfitt uppdráttar á komandi tímabili miðað við kaupæði félagsins.

Inter í viðræðum við umboðsmann Eto'o

Forráðamenn Inter vonast til þess að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o verði orðinn þeirra í lok vikunnar. Viðræður milli Inter og umboðsmanns leikmannsins fóru af stað í gær og standa enn yfir.

Paul Hart stýrir Portsmouth

Staðfest hefur verið að Paul Hart mun stýra Portsmouth áfram. Hann hefur skrifað undir samning til tveggja ára. Hart tók við stjórnartaumunum á Fratton Park þegar Tony Adams var rekinn í febrúar síðastliðnum.

Óvíst hvort Ballack verði með í byrjun móts

Óvíst er hvort þýski miðjumaðurinn Michael Ballack geti verið með Chelsea í byrjun tímabils. Chelsea er í æfingaferð í Bandaríkjunum en Ballack meiddist á æfingu þar og getur ekki tekið meira þátt í leikjum ferðarinnar.

Nasri frá næstu mánuði

Samir Nasri, leikmaður Arsenal, gæti verið frá næstu þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu. Leikmannahópur Arsenal er í æfingabúðum í Austurríki.

Crouch hafnaði Sunderland

Sóknarmaðurinn Peter Crouch er ekki á leið til Sunderland en hann var ekki tilbúinn að yfirgefa suðurströnd Englands. Sunderland hafði komist að samkomulagi við Portsmouth um kaupverðið á Crouch.

Sven-Göran til Notts County?

Samkvæmt BBC er hinn sænski Sven-Göran Eriksson í viðræðum við Notts County um að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Notts County er í ensku 3. deildinni og er elsta knattspyrnufélag heims.

Al Fahim eignast Portsmouth

Portsmouth hefur staðfest að Sulaiman Al Fahim sé orðinn eigandi og stjórnarformaður Portsmouth. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma.

Jónas Guðni samdi við Halmstad til 2012

Jónas Guðni Sævarsson hefur skrifað undir samning við sænska liðið Halmstad til ársins 2012. Jónas er 25 ára en samkvæmt sænskum fjölmiðlum borgar félagið KR um 40 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn.

Man Utd skoðaði möguleika á að fá Ribery

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkennir að félagið hafi skoðað möguleikann á því að fá franska kantmanninn Franck Ribery frá Bayern München.

Ari og Hannes á skotskónum í markaleik

Íslendingaliðið Sundsvall vann ótrúlegan 6-4 sigur á Jönköping í B-deild sænska boltans í gærkvöldi. Sundsvall er í fimmta sæti deildarinnar þegar fimmtán umferðum er lokið.

Wigan fær efnilegan Íra

Enska úrvalsdeildarliðið Wigan hefur keypt miðjumanninn James McCarthy frá Hamilton í Skotlandi. Þessi 18 ára strákur fékk einnig samningstilboð frá Wolves en hafnaði því.

Auðun: Ánægður með að fá stig

Auðun Helgason átti flottann leik í vörn Frammara og var nokkuð ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ánægður með að fá stig út úr þessum leik, heði að sjálfsögðu viljað taka þrjú en ánægður með að taka eitt stig.“

Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika

Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega.

Wenger: Munum fylgjast áfram með Chamakh

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkennir að félagið sé að fylgjast náið með gangi mála hjá framherjanum Marouane Chamakh hjá Frakklandsmeisturum Bordeaux en vill ekki staðfesta hvort kauptilboð hafi verið lagt fram í leikmanninn.

Bruce vongóður um að fá Crouch

Framherjinn Peter Crouch mun líklega ákveða sig á næsta sólarhring hvort hann fari frá Portsmouth til Sunderland eftir að félögin komust að samkomulagi um 12 milljón punda kaupverð.

Kári Árnason búinn að semja við Plymouth

Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur skrifað undir eins árs samning við enska B-deildarliðið Plymouth. Kári var til reynslu hjá liðinu á dögunum og heillaði þjálfara liðsins.

Nani: Ég ætla að skora meira

Portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United segist vera bjartsýnn á að geta unnið sér inn fast sæti í liði Englandsmeistarana. Hann telur sig geta bætt við markaskorun sína.

Ingvar Kale enn meiddur - Sigmar í markinu

Sigmar Ingi Sigurðsson mun verja mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Pepsi-deildinni en Fótbolti.net greinir frá þessu. Ingvar Kale meiddist í sigurleiknum gegn Grindavík á dögunum og er ekki klár í slaginn.

Michael Owen aftur á skotskónum

Manchester United lék í dag annan leik sinn í æfingaferðinni í Asíu. Aftur lék liðið gegn úrvalsliði frá Malasíu en vann að þessu sinni 2-0 sigur.

Líklega síðasti leikur Jónasar Guðna fyrir KR á fimmtudag

Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, er að öllum líkindum á leið til sænska liðsins Halmstad sem fylgst hefur náið með honum í nokkurn tíma. Jónas segist reikna með að búið verði að ganga frá málum fyrir kvöldmat.

Sjá næstu 50 fréttir