Fleiri fréttir

Sjálfsmark Riise tryggði Chelsea jafntefli

Fyrri leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar lauk með 1-1 jafntefli á Anfield í kvöld. Dirk Kuyt kom Liverpool í 1-0 skömmu fyrir leikhlé, en varamaðurinn John Arne Riise jafnaði metin fyrir Chelsea með sjálfsmarki þegar rúmar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Samningstilboð Lahm dregið til baka

Framtíð þýska landsliðsmannsins Philipp Lahm hjá Bayern Munchen virðist nú vera upp í loft eftir að félagið tók samningstilboð til hans út af borðinu.

Romario er í háloftaklúbbnum

Brasilíski markaskorarinn Romario hætti knattspyrnuiðkun fyrir nokkru en hann hefur ekki tapað sjálfstraustinu. Í viðtali við sjónvarpsstöð í heimalandinu sagðist hann hafa komist í háloftaklúbbinn á keppnisferðalagi með landsliðinu og segist betri en Pele.

Milan og Juve fylgjast með Adebayor

Umboðsmaður Tógómannsins Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segir að bæði Juventus og AC Milan séu að fylgjast náið með leikmanninum með það fyrir augum að gera kauptilboð í hann.

Pienaar áfram hjá Everton

Everton hefur gengið frá kaupum á Steven Pienaar sem hefur verið hjá liðinu á lánssamningi á þessu tímabili. Þessi 26 ára landsliðsmaður frá Suður-Afríku hefur samþykkt þriggja ára samning.

Soros vill kaupa Roma

Auðkýfingurinn George Soros hefur áhuga á að kaupa ítalska liðið Roma. Í yfirlýsingu frá Roma er staðfest að viðræður um kaupin hafi átt sér stað. Fyrirtækið Italpetroli á í dag 67% hlut í félaginu.

Hleb líklega í þriggja leikja bann

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Alexander Hleb, leikmann Arsenal, fyrir að slá leikmann Reading í andlitið. Atvikið átti sér stað í viðureign þessara liða um síðustu helgi.

Inter neitar sögum um Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé búið að ná samkomulagi við Jose Mourinho um að hann taki við stjórnartaumum liðsins í sumar.

Flamini til Juventus?

Juventus hefur viðurkennt að félagið ætli sér að reyna að fá franska miðjumanninn Mathieu Flamini frá Arsenal. Flamini verður samningslaus í sumar.

Ráðlagt að mæta ekki á Anfield

Liverpool Echo greinir frá því að lögreglan hafi ráðlagt eigendum Liverpool að vera ekki á Anfield í kvöld þegar liðið tekur á móti Chelsea. Lögreglan í Liverpool-borg telur að þeir skapi öryggi sínu í hættu með því að mæta á leikinn.

Vonir City um að krækja í Ronaldinho aukast

Útlit er fyrir að snuðra hafi hlaupið á þráðinn í viðræðum AC Milan um kaup á brasilíska leikmanninum Ronaldinho. Með því hafa vonir Manchester City um að kaupa leikmanninn aukist talsvert.

Tímabilinu lokið hjá Ólafi Inga

Íslenski landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason þarf að fara í aðgerð vegna hnémeiðsla. Það er því ljóst að hann mun ekki spila meira á þessari leiktíð með Helsingborg í sænsku deildinni.

Argentínumaður í sigtinu hjá Tottenham

Argentínski landsliðsmaðurinn Daniel Diaz segir að Tottenham hafi áhuga á að fá sig. Þessi 29 ára varnarmaður er þekktur sem Cata en hann gekk til liðs við spænska liðið Getafe frá Boca Juniors í fyrra.

Van der Sar með á morgun

Markvörðurinn Edwin van der Sar hefur jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum frá leik Manchester United gegn Blackburn um síðustu helgi. Hann verður því í markinu í fyrri leiknum gegn Barcelona í Meistaradeildinni annað kvöld.

DIC á vellinum í boði Gillett

George Gillett, annar af eigendum Liverpool, hefur boðið fulltrúum frá Dubai International Capital (DIC) á leik liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool hefur forystu í hálfleik

Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Hollendingurinn Dirk Kuyt sem skoraði mark Liverpool skömmu áður en flautað var til hálfleiks.

Koeman rekinn frá Valencia

Ronald Koeman var í dag rekinn frá spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia eftir 5-1 tap liðsins fyrir Athletic Bilbao í gær.

Leikmenn Chelsea styðja Grant

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að leikmenn liðsins styðji Avram Grant, knattspyrnustjóra liðsins.

Staðfest að Hermann fer í eins leiks bann

Það fæst nú staðfest á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins að Hermann Hreiðarsson fer í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Portsmouth og Manchester City í gær.

Meistararnir unnu

IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Djurgården gerði markalaust jafntefli við GAIS í Íslendaslag.

Fredrikstad á toppinn í Noregi

Fredrikstad er komið á topp norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Bodö/Glimt sem var lokaleikur fjórðu umferðarinnar.

Ósætti um kaupverðið á Ronaldinho?

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að fyrirhuguð félagaskipti Ronaldinho hjá Barcelona yfir til AC Milan gætu verið komin í salt vegna verðmiðans sem spænska félagið hefur skellt á Brasilíumanninn.

Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd

Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona.

Eto´o ætlar til hæstbjóðanda

Framherjinn Samuel Eto´o fer ekki leynt með framtíðaráform sín hjá liði Barcelona. Hann er orðinn leiður á þeirri mögru tíð sem hefur verið hjá liðinu undanfarið og ætlar að fara frá liðinu til hæstbjóðanda utan Spánar ef liðið fer ekki að vinna titla.

Benitez saknar ekki Mourinho

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að það sé eigandinn Roban Abramovich sem sé lykilmaðurinn á bak við velgengni Chelsea en ekki stjórarnir Jose Mourinho og Avram Grant.

Ronaldo vill ná sigri á Nou Camp

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist sjálfur stefna á að ná sigri þegar lið hans mætir Barcelona á Nou Camp í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Hér er um að ræða fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar.

Ætti að hirða verðlaunin af Maradona

Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú enn á ný hleypt lífi í deilur sínar við Argentínumanninn Maradona. Þeir tveir eru almennt álitnir tveir af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar, en hefur ekki alltaf verið vel til vina.

Brad Friedel er leikmaður 35. umferðar

Markvörðurinn síungi Brad Friedel hjá Blackburn fór hamförum í 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United um helgina og hlaut fyrir vikið nafnbótina leikmaður 35. umferðar.

Lampard mætir Liverpool

Miðjumaðurinn Frank Lampard verður aftur á sínum stað í byrjunarliði Chelsea annað kvöld þegar liðið mætir Liverpool í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lampard hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins til að vera hjá veikri móður sinni.

Eiður lofar Paul Scholes

Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes.

Tíu stiga forysta Real Madrid

Real Madrid er komið með tíu stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Racing Santander á útivelli í kvöld.

Inter með sex stiga forystu

Inter er komið með sex stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sigur á Tórínó í kvöld, 1-0.

Hermann í eins leiks bann

Hermann Hreiðarsson fer ekki í þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í dag.

Theodór Elmar skoraði og sá rautt

Theodór Elmar Bjarnason skoraði sitt fyrsta mark í norsku úrvalsdeildinni er hann kom sínum mönnum í 1-0 forystu gegn Strömsgodset sem vann þó leikinn á endanum, 2-1.

Man City skoraði þrjú gegn Portsmouth

Manchester City vann 3-1 sigur á Portsmouth á lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

AGF með góðan sigur

AGF vann í dag góðan sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 3-1.

Hermann fékk rautt

Hermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í leik Manchester City og Portsmouth sem nú stendur yfir.

Elfsborg lagði Sundsvall

Þremur leikjum er lokið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Elfsborg lagði Sundsvall í Íslendingaslag.

Sjá næstu 50 fréttir