Fótbolti

Ætti að hirða verðlaunin af Maradona

Maradona kyssir HM styttuna í Mexíkó árið 1986
Maradona kyssir HM styttuna í Mexíkó árið 1986 NordcPhotos/GettyImages

Brasilíska goðsögnin Pele hefur nú enn á ný hleypt lífi í deilur sínar við Argentínumanninn Maradona. Þeir tveir eru almennt álitnir tveir af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar, en hefur ekki alltaf verið vel til vina.

Pele hefur gagnrýnt Maradona fyrir vandræðagang hans utan vallar en Maradona hefur svarað þessari gagnrýni og sagt að Pele sé í "FIFA mafíunni"

Pele hefur nú hleypt af stað nýju stríði milli þeirra tveggja ef marka má við tal hans við blaðið O Estado de Sao Paolo í Brasilíu.

"Maradona var frábær leikmaður en hann gat ekki rekið boltann með hægri fæti go hann gat ekki skallað. Hann var ekki alhliðaleikmaður. Ég var miklu hrifnari af landa hans Alfredo Di Stefano. Hann var betri en Maradona, fljótari og skoraði meira," sagði Pele og skaut á eiturlyfjaneyslu Argentínumannsins.

"Af hverju missir Maradona ekki verðlaun sín eins og allir þessir íþróttamenn sem misst hafa verðlaun sín fyrir að nota ólögleg lyf?" sagði Pele. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×