Enski boltinn

Argentínumaður í sigtinu hjá Tottenham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, er með augun á argentínskum varnarmanni.
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Tottenham, er með augun á argentínskum varnarmanni.

Argentínski landsliðsmaðurinn Daniel Diaz segir að Tottenham hafi áhuga á að fá sig. Þessi 29 ára varnarmaður er þekktur sem Cata en hann gekk til liðs við spænska liðið Getafe frá Boca Juniors í fyrra.

„Ég er ánægður hjá Getafe en vill alltaf bæta mig sem leikmaður svo ég vona að ég fái tækifæri. Tottenham hefur áhuga ásamt fleiri liðum en ég verð að halda mér á jörðinni," sagði Diaz.

Diaz á fjóra landsleiki að baki. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann getur einnig spilað sem miðvörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×