Enski boltinn

Vonir City um að krækja í Ronaldinho aukast

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fer Ronaldinho til Englands?
Fer Ronaldinho til Englands?

Útlit er fyrir að snuðra hafi hlaupið á þráðinn í viðræðum AC Milan um kaup á brasilíska leikmanninum Ronaldinho. Með því hafa vonir Manchester City um að kaupa leikmanninn aukist talsvert.

Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho, hefur verið í viðræðum við stjórn Manchester City.

„Við ætlum að reyna að fá þekkta leikmenn í fremstu röð til félagsins í sumar. Stórstjörnur hjálpa til við að fylla völlinn og eru góð auglýsing fyrir alheimsmarkaðinn," sagði Taweesuk Jack Srisumrid, stjórnarmaður City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×