Fleiri fréttir Real staðfestir áhuga sinn á Fabregas Daginn eftir að umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði að hann færi ekki frá félaginu, hafa forráðamenn Real Madrid á Spáni nú lýst því yfir að þeir hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. 8.7.2007 12:45 Chelsea ræður nýjan yfirmann knattspyrnumála Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea tilkynnti í dag að það hefði ráðið Avram Grant sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Grant var áður tæknistjóri Portsmouth en sest nú á skrifstofu Chelsea þar sem hann mun starfa náið með mönnum eins og Peter Kenyon, Jose Mourinho, Frank Arnesen og eigandanum Roman Abramovich. 8.7.2007 12:41 Brasilíumenn burstuðu Chile Fyrstu tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa America fóru fram í gærkvöldi. Brasilíumenn burstuðu Chile 6-1 þar sem Robinho skoraði tvö mörk og er nú langmarkahæstur í keppninni með 6 mörk. Diego Forlan skoraði tvívegis fyrir Úrúgvæ sem tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum með 4-1 sigri á heimamönnum í Venesúela. 8.7.2007 12:34 Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra. 7.7.2007 22:15 Van der Meyde lofar að bæta sig Hollenski miðjumaðurinn Andy ven dre Meyde hjá Everton segist taka fulla ábyrgð á því hve miklum vonbrigðum hann hefur valdið fyrstu tvö árin sín hjá félaginu og lofar að standa sig betur á næstu leiktíð. 7.7.2007 20:30 Derby kaupir Andy Todd Nýliðar Derby County í ensku úrvalsdeildinni halda nú áfram að styrkja sig fyrir átökin á komandi vetri og í dag gekk félagið frá kaupum á miðverðinum Andy Todd frá Blackburn. Todd átti tvö ár eftir af samningi sínum við Blackburn en félagið tilkynnti hinum 32 ára leikmanni að það hefði ekki lengur þörf fyrir hann. 7.7.2007 19:45 Carroll semur við Rangers Markvörðurinn Roy Carroll sem áður lék með West Ham og Manchester United, hefur skrifað undir eins árs samning við Glasgow Rangers í Skotlandi. Carroll var hjá Manchester United í fjögur ár en hafði verið í herbúðum West Ham frá árinu 2005. Hann er 29 ára gamall og hóf ferilinn hjá Hull árið 1995. 7.7.2007 19:30 Giuly hættur við að fara frá Barcelona Franski miðjumaðurinn Ludovic Giuly hjá Barcelona hefur tilkynnt að hann ætli ekki fara frá félaginu og ætli að berjast þar fyrir sæti sínu á næstu leiktíð. Giuly hafði ætlað að fara aftur til síns gamla félags Mónakó í Frakklandi en hafði auk þess verið orðaður við mörg lið á Englandi. 7.7.2007 19:15 Góður sigur Þróttara í Eyjum Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á heimamönnum í ÍBV í 1. deildinni. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og Rafn Haraldsson bætti við fjórða markinu, en Atli Heimisson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar en ÍBV er í 5. sætinu. 7.7.2007 18:12 Craig Bellamy fær 10 milljónir á viku hjá West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á velska framherjanum Craig Bellamy frá Liverpool. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, staðfesti þessi tíðindi nú síðdegis. Breska sjónvarpið segir að West Ham hafi greitt 8 milljónir punda fyrir Bellamy og að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum 10 milljónir króna í vikulaun. 7.7.2007 17:23 Djurgården á toppinn Djurgården komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið lagði Malmö 1-0 í miklum baráttuleik. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar hafa hlotið 23 stig eftir 13 leiki, en Kalmar og Halmstad sem eru í öðru og fjórða sæti geta komist upp fyrir Djurgården með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða. 7.7.2007 16:45 Bent skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Darren Bent var í sviðsljósinu með Tottenham í dag þegar liðið lagði Stevenage í æfingaleik 3-1. Bent skoraði mark og fiskaði víti í leiknum, en Robbie Keane og Adel Taarabt skoruðu hin mörkin. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á Wrexham þar sem Austurríkismaðurinn Besian Idrizaj skoraði þrennu. 7.7.2007 16:35 Fabregas: Ég verð áfram ef Wenger verður áfram Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að hann verði ánægður í herbúðum liðsins svo lengi sem Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri. Arsenal hefur enn á ný þurft að blása á fregnir af því að Fabregas sé á leið frá félaginu. 7.7.2007 15:45 8-liða úrslitin í Copa America hefjast í kvöld Í kvöld fara fram tveir fyrstu leikirnir í Suður-Ameríkukeppni landsliða í knattspyrnu og verða þeir báðir sýndir beint á Sýn. Heimamenn í Venesúela taka á móti Úrúgvæ klukkan 21:55 og klukkan 0:40 eftir miðnættið mætast Brasilía og Chile. 7.7.2007 15:40 Frábær sigur hjá íslensku nördunum Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína. 7.7.2007 13:45 Tevez spenntur fyrir að vinna með Ferguson Argentínumaðurinn Carlos Tevez segist mjög spenntur fyrir þeim möguleika að vinna með Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en félagið er nú að leggja lokahönd á að ganga í raðir þeirra rauðu. Málið er þó gríðarlega flókið og hefur enska úrvalsdeildin skorist í leikinn. 7.7.2007 12:50 Cisse á leið til Marseille Forseti franska félagsins Marseille segist mjög ánægður með að vera við það að landa framherjanum Djibril Cisse varanlega til félagsins eftir að hafa verið með hann á lánssamningi í eitt ár. Cisse er 25 ára gamall og er við það að ganga frá skiptum frá Liverpool til heimalandsins eftir meiðslum hrjáð tímabil undanfarin ár. 7.7.2007 12:41 Eriksson leið illa í fríinu Sven-Göran Eriksson, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, segir að árið sem hann var ekki að þjálfa hafi verið mesti álagstími sinn á ferlinum. Eriksson er 59 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við City. 7.7.2007 12:36 Gilberto svarar Drogba fullum hálsi Miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal hefur nú svarað ummælum Didier Drogba hjá Chelsea fullum hálsi, en framherjinn lét hafa eftir sér í gær að Arsenal gæti ekki lengur talist eitt af þeim liðum sem myndu berjast um enska meistaratitilinn. 7.7.2007 12:33 Beckham skilaði Real 37 milljörðum Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins. 7.7.2007 12:10 Óskar eftir greinargerðum Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík vegna uppákomunnar eftir leik liðanna á miðvikudaginn. Handalögmál munu hafa átt sér stað eftir leikinn en Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði að fara rækilega yfir málið þegar greinargerðirnar væru komnar í hús, að hans sögn strax eftir helgi. 7.7.2007 11:30 Munum leita réttar okkar ef Guðjón biðst ekki afsökunar Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafi sent varamann inn á til þess eins að reyna að limlesta Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA. 7.7.2007 11:00 Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni. 7.7.2007 10:00 Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu Víkingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ekkert getað leikið með norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stafangri en þangað fór hann á láni frá Víking, Reykjavík, í vetur. 7.7.2007 10:00 Hafnaði WBA endanlega Heiðar Helguson ætlar sér ekki að fara til 1. deildarliðs West Bromvich Albion. Fulham hefur komist að samkomulagi við WBA um kaup á Diomansy Kamara þar sem Heiðar var hluti af kaupverðinu. Samningur WBA og Heiðars var það eina sem gat komið í veg fyrir skiptin en svo virðist vera sem ekkert verði úr þeim. 7.7.2007 09:00 Fær falleinkunn hjá Aftenposten Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað“ í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann. 7.7.2007 08:00 Fer fram á Parken Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía. 7.7.2007 07:00 Óvissa með Jónas Guðna Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku. 7.7.2007 06:00 Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú. 7.7.2007 00:01 Sven-Goran Eriksson til Manchester City Sven-Goran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. 6.7.2007 14:12 Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna. 6.7.2007 05:45 Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. 6.7.2007 04:45 Nördaleikur í dag Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins. 6.7.2007 04:15 Barcelona vill halda Eiði Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, greindi frá því í gær að Barcelona vildi halda landsliðsfyrirliðanum í sínum röðum. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Eiður sé á leið aftur til Englands en hann hefur alltaf sagst vilja vera áfram í herbúðum Barcelona. Þar sem viljinn er beggja vegna eru litlar líkur á því að Eiður Smári fari í sumar. 6.7.2007 02:45 KR skoraði líkt mark árið 1995 Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995. 6.7.2007 02:30 Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA Eins og fram kemur hér að neðan var mikill hiti eftir leik ÍA og Keflavíkur og ásakanir ganga á víxl milli félaganna. Strax eftir leik hljóp Bjarni Guðjónsson í átt til búningsherbergja að beiðni dómara leiksins. Guðmundur Steinarsson leiddi hóp Keflvíkinga sem hljóp sem fætur toguðu á eftir Bjarna. Að því er sjónarvottar tjáðu Fréttablaðinu var ástandið eldfimt á gangi vallarhússins og mátti litlu muna að upp úr syði enda voru nokkrar stimpingar á ganginum. 6.7.2007 02:15 Valdi mest spennandi kostinn Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. 6.7.2007 02:00 Stórleikur Vals og KR í kvöld Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar. 6.7.2007 01:30 Fór út af vegna veikinda Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn. 6.7.2007 01:00 Valsstúlkur í dauðariðlinum Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík. 6.7.2007 01:00 „Má ekki missa boltann þarna“ Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum. 6.7.2007 00:00 Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður. 5.7.2007 19:45 Yfirlýsing frá Skagamönnum Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur. 5.7.2007 18:41 Yfirlýsing frá Keflvíkingum Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan. 5.7.2007 18:10 Bjarni biðst afsökunar á marki sínu Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga. 5.7.2007 13:52 Sjá næstu 50 fréttir
Real staðfestir áhuga sinn á Fabregas Daginn eftir að umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði að hann færi ekki frá félaginu, hafa forráðamenn Real Madrid á Spáni nú lýst því yfir að þeir hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. 8.7.2007 12:45
Chelsea ræður nýjan yfirmann knattspyrnumála Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea tilkynnti í dag að það hefði ráðið Avram Grant sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Grant var áður tæknistjóri Portsmouth en sest nú á skrifstofu Chelsea þar sem hann mun starfa náið með mönnum eins og Peter Kenyon, Jose Mourinho, Frank Arnesen og eigandanum Roman Abramovich. 8.7.2007 12:41
Brasilíumenn burstuðu Chile Fyrstu tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa America fóru fram í gærkvöldi. Brasilíumenn burstuðu Chile 6-1 þar sem Robinho skoraði tvö mörk og er nú langmarkahæstur í keppninni með 6 mörk. Diego Forlan skoraði tvívegis fyrir Úrúgvæ sem tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum með 4-1 sigri á heimamönnum í Venesúela. 8.7.2007 12:34
Collina ráðinn yfirdómari á Ítalíu Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum knattspyrnudómarann Pierluigi Collina í sérstakt embætti þar sem honum verður falið að hafa umsjón með öllum dómurum í landinu. Er þetta tilraun Ítala til að fegra ímynd sambandsins eftir skandalinn ljóta þar í landi í fyrra. 7.7.2007 22:15
Van der Meyde lofar að bæta sig Hollenski miðjumaðurinn Andy ven dre Meyde hjá Everton segist taka fulla ábyrgð á því hve miklum vonbrigðum hann hefur valdið fyrstu tvö árin sín hjá félaginu og lofar að standa sig betur á næstu leiktíð. 7.7.2007 20:30
Derby kaupir Andy Todd Nýliðar Derby County í ensku úrvalsdeildinni halda nú áfram að styrkja sig fyrir átökin á komandi vetri og í dag gekk félagið frá kaupum á miðverðinum Andy Todd frá Blackburn. Todd átti tvö ár eftir af samningi sínum við Blackburn en félagið tilkynnti hinum 32 ára leikmanni að það hefði ekki lengur þörf fyrir hann. 7.7.2007 19:45
Carroll semur við Rangers Markvörðurinn Roy Carroll sem áður lék með West Ham og Manchester United, hefur skrifað undir eins árs samning við Glasgow Rangers í Skotlandi. Carroll var hjá Manchester United í fjögur ár en hafði verið í herbúðum West Ham frá árinu 2005. Hann er 29 ára gamall og hóf ferilinn hjá Hull árið 1995. 7.7.2007 19:30
Giuly hættur við að fara frá Barcelona Franski miðjumaðurinn Ludovic Giuly hjá Barcelona hefur tilkynnt að hann ætli ekki fara frá félaginu og ætli að berjast þar fyrir sæti sínu á næstu leiktíð. Giuly hafði ætlað að fara aftur til síns gamla félags Mónakó í Frakklandi en hafði auk þess verið orðaður við mörg lið á Englandi. 7.7.2007 19:15
Góður sigur Þróttara í Eyjum Þróttarar gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í dag þegar liðið vann 4-1 sigur á heimamönnum í ÍBV í 1. deildinni. Hjörtur Hjartarson skoraði þrennu fyrir gestina í fyrri hálfleik og Rafn Haraldsson bætti við fjórða markinu, en Atli Heimisson minnkaði muninn fyrir heimamenn. Þróttur er í þriðja sæti deildarinnar en ÍBV er í 5. sætinu. 7.7.2007 18:12
Craig Bellamy fær 10 milljónir á viku hjá West Ham Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á velska framherjanum Craig Bellamy frá Liverpool. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, staðfesti þessi tíðindi nú síðdegis. Breska sjónvarpið segir að West Ham hafi greitt 8 milljónir punda fyrir Bellamy og að hann hafi skrifað undir fjögurra ára samning sem færi honum 10 milljónir króna í vikulaun. 7.7.2007 17:23
Djurgården á toppinn Djurgården komst í dag á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að liðið lagði Malmö 1-0 í miklum baráttuleik. Lærisveinar Sigurðar Jónssonar hafa hlotið 23 stig eftir 13 leiki, en Kalmar og Halmstad sem eru í öðru og fjórða sæti geta komist upp fyrir Djurgården með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða. 7.7.2007 16:45
Bent skoraði í sínum fyrsta leik Framherjinn Darren Bent var í sviðsljósinu með Tottenham í dag þegar liðið lagði Stevenage í æfingaleik 3-1. Bent skoraði mark og fiskaði víti í leiknum, en Robbie Keane og Adel Taarabt skoruðu hin mörkin. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á Wrexham þar sem Austurríkismaðurinn Besian Idrizaj skoraði þrennu. 7.7.2007 16:35
Fabregas: Ég verð áfram ef Wenger verður áfram Umboðsmaður spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal segir að hann verði ánægður í herbúðum liðsins svo lengi sem Arsene Wenger verði áfram knattspyrnustjóri. Arsenal hefur enn á ný þurft að blása á fregnir af því að Fabregas sé á leið frá félaginu. 7.7.2007 15:45
8-liða úrslitin í Copa America hefjast í kvöld Í kvöld fara fram tveir fyrstu leikirnir í Suður-Ameríkukeppni landsliða í knattspyrnu og verða þeir báðir sýndir beint á Sýn. Heimamenn í Venesúela taka á móti Úrúgvæ klukkan 21:55 og klukkan 0:40 eftir miðnættið mætast Brasilía og Chile. 7.7.2007 15:40
Frábær sigur hjá íslensku nördunum Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína. 7.7.2007 13:45
Tevez spenntur fyrir að vinna með Ferguson Argentínumaðurinn Carlos Tevez segist mjög spenntur fyrir þeim möguleika að vinna með Sir Alex Ferguson og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en félagið er nú að leggja lokahönd á að ganga í raðir þeirra rauðu. Málið er þó gríðarlega flókið og hefur enska úrvalsdeildin skorist í leikinn. 7.7.2007 12:50
Cisse á leið til Marseille Forseti franska félagsins Marseille segist mjög ánægður með að vera við það að landa framherjanum Djibril Cisse varanlega til félagsins eftir að hafa verið með hann á lánssamningi í eitt ár. Cisse er 25 ára gamall og er við það að ganga frá skiptum frá Liverpool til heimalandsins eftir meiðslum hrjáð tímabil undanfarin ár. 7.7.2007 12:41
Eriksson leið illa í fríinu Sven-Göran Eriksson, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester City, segir að árið sem hann var ekki að þjálfa hafi verið mesti álagstími sinn á ferlinum. Eriksson er 59 ára gamall og hefur skrifað undir þriggja ára samning við City. 7.7.2007 12:36
Gilberto svarar Drogba fullum hálsi Miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal hefur nú svarað ummælum Didier Drogba hjá Chelsea fullum hálsi, en framherjinn lét hafa eftir sér í gær að Arsenal gæti ekki lengur talist eitt af þeim liðum sem myndu berjast um enska meistaratitilinn. 7.7.2007 12:33
Beckham skilaði Real 37 milljörðum Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins. 7.7.2007 12:10
Óskar eftir greinargerðum Knattspyrnusamband Íslands hefur óskað eftir greinargerðum frá ÍA og Keflavík vegna uppákomunnar eftir leik liðanna á miðvikudaginn. Handalögmál munu hafa átt sér stað eftir leikinn en Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fréttablaðið í gær að hann ætlaði að fara rækilega yfir málið þegar greinargerðirnar væru komnar í hús, að hans sögn strax eftir helgi. 7.7.2007 11:30
Munum leita réttar okkar ef Guðjón biðst ekki afsökunar Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjónvarpsins í fyrrakvöld að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, hafi sent varamann inn á til þess eins að reyna að limlesta Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA. 7.7.2007 11:00
Keflavík og ÍA hafa slíðrað sverðin í bili Forráðamenn og leikmenn ÍA og Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun að tjá sig ekki frekar um leikinn skrautlega á miðvikudaginn í bili. Þrátt fyrir þá staðreynd er enn mikill hiti í mönnum og miðað við viðbrögð viðmælenda Fréttablaðsins í gær stendur ekki til að kveikja í friðarpípu á næstunni. 7.7.2007 10:00
Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu Víkingurinn Höskuldur Eiríksson hefur ekkert getað leikið með norska úrvalsdeildarliðinu Viking frá Stafangri en þangað fór hann á láni frá Víking, Reykjavík, í vetur. 7.7.2007 10:00
Hafnaði WBA endanlega Heiðar Helguson ætlar sér ekki að fara til 1. deildarliðs West Bromvich Albion. Fulham hefur komist að samkomulagi við WBA um kaup á Diomansy Kamara þar sem Heiðar var hluti af kaupverðinu. Samningur WBA og Heiðars var það eina sem gat komið í veg fyrir skiptin en svo virðist vera sem ekkert verði úr þeim. 7.7.2007 09:00
Fær falleinkunn hjá Aftenposten Norska dagblaðið Aftenposten valdi í gær þá ellefu leikmenn sem það telur hafa „floppað“ í norsku úrvalsdeildinni sem nú er hálfnuð. Í miðverðinum er Ármann Smári Björnsson, leikmaður Brann. 7.7.2007 08:00
Fer fram á Parken Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía. 7.7.2007 07:00
Óvissa með Jónas Guðna Hinn sterki miðjumaður Keflvíkinga, Jónas Guðni Sævarsson, er meiddur í nára og gat ekki leikið með Keflvíkingum í leiknum skrautlega gegn ÍA. Jónas Guðni hefur ekkert æft í viku og það fæst ekki botn í hversu lengi hann verður frá fyrr en eftir helgi. Þá fer Jónas Guðni í myndatöku. 7.7.2007 06:00
Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú. 7.7.2007 00:01
Sven-Goran Eriksson til Manchester City Sven-Goran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. 6.7.2007 14:12
Guðjón neitaði að gefa Keflavík mark Knattspyrnuheimurinn logaði í gær vegna síðara marks Bjarna Guðjónssonar gegn Keflavík í fyrrakvöld. Þegar Keflvíkingar bjuggust við því að Bjarni myndi láta þá fá boltann eftir að leikmaður ÍA fékk aðhlynningu vegna meiðsla hafnaði boltinn í marki Keflavíkur eftir langskot Bjarna. 6.7.2007 05:45
Ásakanir á báða bóga hjá ÍA og Keflavík Aðstandendum ÍA og Keflavíkur ber ekki saman um atburðarrásina sem átti sér stað að loknum leik liðanna í fyrrakvöld. Ljóst er að Bjarki Freyr Guðmundsson, varamarkvörður Keflavíkur og fyrrum leikmaður ÍA, og eiginkona Bjarna Guðjónssonar áttu orðaskipti. 6.7.2007 04:45
Nördaleikur í dag Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins. 6.7.2007 04:15
Barcelona vill halda Eiði Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, greindi frá því í gær að Barcelona vildi halda landsliðsfyrirliðanum í sínum röðum. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Eiður sé á leið aftur til Englands en hann hefur alltaf sagst vilja vera áfram í herbúðum Barcelona. Þar sem viljinn er beggja vegna eru litlar líkur á því að Eiður Smári fari í sumar. 6.7.2007 02:45
KR skoraði líkt mark árið 1995 Fótbolti Síðara markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld á sér ekki mörg fordæmi en svipað atvik átti sér stað í leik KR og Fram árið 1995. 6.7.2007 02:30
Stimpingar fyrir framan búningsklefa ÍA Eins og fram kemur hér að neðan var mikill hiti eftir leik ÍA og Keflavíkur og ásakanir ganga á víxl milli félaganna. Strax eftir leik hljóp Bjarni Guðjónsson í átt til búningsherbergja að beiðni dómara leiksins. Guðmundur Steinarsson leiddi hóp Keflvíkinga sem hljóp sem fætur toguðu á eftir Bjarna. Að því er sjónarvottar tjáðu Fréttablaðinu var ástandið eldfimt á gangi vallarhússins og mátti litlu muna að upp úr syði enda voru nokkrar stimpingar á ganginum. 6.7.2007 02:15
Valdi mest spennandi kostinn Miðjumaðurinn Stefán Gíslason skrifaði í gær undir fimm ára langan samning við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby. „Það er mikill léttir að vera búinn að klára þetta og ég er mjög sáttur,“ sagði Stefán en félagið hefur fylgst með honum í nokkurn tíma. 6.7.2007 02:00
Stórleikur Vals og KR í kvöld Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar. 6.7.2007 01:30
Fór út af vegna veikinda Rúnar Kristinsson bað um skiptingu á 34. mínútu í leik KR og Fylkis á miðvikudaginn vegna veikinda. Rúnar sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði verið slappur undanfarna daga en taldi sig tilbúinn í slaginn gegn Fylki. Annað kom þó á daginn. 6.7.2007 01:00
Valsstúlkur í dauðariðlinum Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík. 6.7.2007 01:00
„Má ekki missa boltann þarna“ Síðara mark Bjarna Guðjónssonar fyrir ÍA gegn Keflavík í fyrrakvöld er væntanlega eitt það umdeildasta sem hefur verið skorað í íslenskri knattspyrnu. Þannig lýsir Bjarni markinu sjálfur en hann fékk boltann eftir að Skagamenn taka innkast. Þá hafði leikmaður Keflavíkur sparkað boltanum út af svo að hægt væri að hlúa að leikmanni ÍA sem lá meiddur á vellinum. 6.7.2007 00:00
Bjarni Guðjónsson situr fyrir svörum Bjarni Guðjónsson sat fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann var spurður rækilega út í uppákomuna sem varð á leik Skagamanna og Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Bjarni gefur upp nýja mynd af málinu í viðtalinu sem ekki hefur komið fram áður. 5.7.2007 19:45
Yfirlýsing frá Skagamönnum Rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks ÍA hefur nú sent frá sér sína eigin yfirlýsingu í kjölfar atburðarásarinnar eftir leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Í yfirlýsingunni tekur félagið undir afsökunarbeiðni Bjarna Guðjónssonar en gerir athugasemdir við framkomu leikmanna Keflavíkur. 5.7.2007 18:41
Yfirlýsing frá Keflvíkingum Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt yfirlýsingu á vefsíðu sinni vegna atburða gærkvöldsins í Landsbankadeild karla, þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Skagamönnum og allt fór í bál og brand. Lestu yfirlýsinguna hér fyrir neðan. 5.7.2007 18:10
Bjarni biðst afsökunar á marki sínu Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, hefur beðist afsökunar á markinu furðulega sem hann skoraði gegn Keflvíkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöld. Keflvíkingar brugðust mjög reiðir við og sökuðu hann um ódrengilegan leik. Til átaka kom eftir leikinn í gær og þurfti Bjarni að leita skjóls inni í búningsherbergjum til að verjast árásum Keflvíkinga. 5.7.2007 13:52